

Olís-deild karla
Leikirnir

Seinni bylgjan: Í þessum leik var hann bara út um allt
Eyjamenn unnu frábæran sigur á Íslandsmeistaraefnunum á Hlíðarenda og fengu líka mikið hrós í umfjöllun Seinni bylgjunnar um leikinn.

Seinni bylgjan: „Þetta er ótrúlegasta vörn sem ég hef séð“
Ragnar Snær Njálsson tók skóna af hillunni á dögunum og ákvað að taka slaginn með Stjörnumönnum í Olís deildinni. Seinni bylgjan skoðaði betur góð áhrif hans á varnarleik Stjörnuliðsins.

Rifjaði upp Tasmaníudjöfulinn og kallar eftir gömlu geðveikinni í Mosfellsbænum
Jóhann Gunnar Einarsson tók yfir Seinni bylgjuna í smá tíma í gær og reyndi þar að kveikja í sínum gömlu félögum úr Mosfellsbænum.

Seinni bylgjan: Fýlustrumpurinn hættur að taka frekjuhopp
Menn geta misst stjórn á sér í handboltaleikjum en þá geta þeir hinir sömu líka bókað það að Seinni bylgjan mun taka þá fyrir.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-32 │Sterkur sigur ÍBV á Hlíðarenda
Eyjamenn mættu af krafti í Valsheimilið í kvöld og uppskáru sætan sigur.

Guðlaugur: Hef áhyggjur af því að við séum ekki að vinna
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals í Olísdeild karla, var ekki sáttur með lið sitt eftir þriggja marka tap gegn ÍBV á heimavelli í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið
Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar.

Patrekur: Átti mín bestu ár í handboltanum hér
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, fékk höfðinglegar móttökur í KA-heimilinu í kvöld og fór svo heim með stigin tvö í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 22-22 | Markverðirnir í aðalhlutverkum
FH og Afturelding skiptu með sér stigunum í Kaplakrika.

Halldór: Fannst þetta ódýr afgreiðsla á leiknum
Þjálfari FH var hvorki sáttur með sína menn né dómarana í jafnteflinu við Aftureldingu.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 24-29 | Langþráður sigur Stjörnunnar
Stjarnan hafði betur gegn Fram í Olísdeild karla.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 25-23 Grótta | Akureyri sigraði botnslaginn
Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á Gróttu, 25-23, í uppgjöri tveggja neðstu liða Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 31-29 | Haukar halda toppsætinu
Haukar tóku í kvöld enn eitt skrefið í átt að deildarmeistaratitlinum í handbolta karla. Haukarnir unnu ÍR 31-29 í Hafnarfirðinum. Haukar voru miklu betri í fyrri hálfleik en ÍR náðu aðeins að stríða þeim í seinni, sigurinn var þó aldrei almennilega í hættu fyrir Hafnfirðingana.

Bjarni: Við vorum hræddir við þá
ÍR tapaði fyrir toppliði Hauka með tveimur mörkum 31-29 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

Vignir kemur heim í Hauka í sumar
Línumaðurinn stóri spilar með Haukum í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 31-27 │ Eyjamenn stigi frá fimmta sætinu
ÍBV er í sjötta sætinu og er á góðri leið inn í úrslitakeppnina.

Missti ekki af leik í átta ár en stefndi á tíu: „Það var oft sem maður var fárveikur“
Einar Rafn Eiðsson hefur harkað ýmislegt af sér undanfarin ár.

Fær draumastarfið hjá félaginu sem hann var skráður í áður en hann fékk nafn
Sigursteinn Arndal er uppalinn FH-ingur og tekur við Olís-deildarliði félagsins í sumar.

Sigursteinn Arndal tekur við FH
Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni.

Tekur Sigursteinn við bikarmeisturunum?
FH hefur boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika á morgun.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 25-23 | ÍBV vann uppgjör særðu liðanna
Bæði lið töpuðu í undanúrslitum bikarsins og ÍBV kláraði Stjörnuna í kvöld.

Birkir Fannar: Troðum sokk ofan í nokkra
Markvörður FH var valinn maður úrslitaleiks Coca Cola bikars karla.

Ásbjörn: Birkir fór að sofa klukkan þrjú í nótt
Spilandi aðstoðarþjálfari FH var fullur þakklætis eftir bikarúrslitaleikinn.

Aldarfjórðungs bið FH-inga á enda
FH varð bikarmeistari í dag eftir aldarfjórðungs bið.

Dómararnir viðurkenndu mistök: „Við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng“
Segja rauða spjaldið ekki hafa verið rétt.

Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag
Ragnar Snær Njálsson tók handboltaskóna úr hillunni á dögunum en undanfarna mánuði hefur hann barist á öðrum vígstöðvum.

Seinni bylgjan: Arnar og Dagur svara fimm spurningum um framtíð handboltans
Arnar Pétursson og Dagur Sigurðsson voru sammála um nokkrar breytingar til að þróa handboltann.

Einar fer til Færeyja eftir tímabilið
Einar Jónsson hættir sem þjálfari Gróttu þegar tímabilinu líkur. Morgunblaðið greinir frá þessu í kvöld.

Ólafur Bjarki spilar líklega á Íslandi á næsta tímabili
Olís deildin gæti verið að fá feitan bita heim á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Íþróttadeildar Sýnar.

Vonar að Basti mæti ekki í stuttbuxunum í Höllina
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram, stóðst ekki mátið og skaut aðeins á kollega sinn á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitahelgina í handboltanum.