Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Unnusti Margrétar Láru semur við IFK Kristianstad

    Handknattleiksmaðurinn Einar Örn Guðmundsson hefur samið við sænska félagið IFK Kristianstad en hann kemur frá Víkingi. IFK Kristianstad keppir í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eftir að hafa lent í öðru sæti í Allsvenkan á síðasta keppnistímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hilmar Þór á leið til TuS Ferndorf

    Handknattleiksmarkvörðurinn Hilmar Þór Guðmundsson hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska 3. deildarfélagið TuS Ferdorf um að leika með liðinu á næsta tímabili en frá þessu er greint á heimasíðu FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur Morthens og Anna Úrsúla í Val

    Markmaðurinn Hlynur Morthens er genginn í raðir Vals. Félagið missti bæði Ólaf Gíslason og Pálmar Pétursson eftir síðasta tímabil og er Hlynur því mikill fengur fyrir félagið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    U21 vann Kúveit í sínum öðrum leik

    U21 ára landslið karla í handbolta vann sigur á Kúveit 34-32 á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum fyrir heimamönnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tap fyrir heimamönnum hjá U21 landsliðinu

    Íslenska U21 landsliðið í handbolta karla lék í kvöld sinn fysta leik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Heimamenn voru mótherjarnir í fyrsta leik og höfðu þeir betur 25-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur fær markvörð frá ÍBV

    Handboltamarkvörðurinn Friðrik Þór Sigmarsson hefur gengið til liðs við Val frá ÍBV. Friðrik er sonur Sigmars Þrastar Óskarssonar sem var í hópi bestu markvarða landsins á sínum tíma.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pattstaða hjá Ólafi Hauki

    Enn hefur engin lausn fengist í málum markvarðarins Ólafs Hauks Gíslasonar. Hann átti að svara norska liðinu Haugaland fyrir rúmri viku hvort hann væri að koma eður ei.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigurgeir Árni semur við FH

    Handknattleiksmaðurinn Sigurgeir Árni Ægisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH en hann kemur frá HK. Sigurgeir Árni er uppalinn FH-ingur og hefur leikið 264 leiki fyrir félagið en hefur verið með HK síðustu ár.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rússajeppinn kominn á endastöð

    „Það er voða lítið hægt að segja um hnéð á þessu stigi. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það var verið að gera það sama og síðast nema að hnjáliðurinn er orðinn ónýtur, sem er ekki gott. Svo var verið að laga brjósk, bora göt og reyna að lappa upp á þetta og þá aðallega til þess að ég geti gengið óhaltur og verkjalaus í framtíðinni. Ef ég spila aftur handbolta þá er það bónus,“ sagði handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Titilvörn Hauka hefst í Mýrinni

    Íslensmeistarar Hauka mæta Stjörnunni í fyrstu umferð N1-deildar karla í haust. Dregið var í töfluröðina fyrir umferðir 1-14 í gær en umferðir 15-22 verður dregið í eftir þær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH bætir við sig leikmönnum

    Handknattleiksdeild FH hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í N1 deildinni næsta vetur. Þetta eru markvörðurinn Pálmar Pétursson frá Val og línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson frá Stjörnunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron áfram hjá Haukum

    Aron Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka um að þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu næstu tvö árin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron til Danmerkur á morgun

    Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, heldur til Danmerkur á morgun þar sem hann mun skoða aðstæður hjá dönsku úrvalsdeildarfélagi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurbergur og Hanna best

    Sigurbergur Sveinsson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmenn Hauka, voru valin bestu leikmenn tímabilsins á lokahófi HSÍ sem fram fer í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigfús: Súrt að safna silfrum

    Sigfús Sigurðsson hefur ekki lagt það í vana sinn að fela tilfinningar sínar og á því var enginn breyting eftir ósigur Vals gegn Haukum í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg: Frábær tilfinning

    Gunnar Berg Viktorsson átti stórleik í liði Hauka er liðið vann Val í kvöld, 33-25, og varði um leið Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar Íslandsmeistarar

    Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Ætlum að klára þetta í kvöld

    "Við erum að fara í Valsheimilið til að vinna og ætlum að klára þetta," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leikinn gegn Val í lokaúrslitum N1 deildarinnar í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn ekki á því að fara í frí

    "Við verðum bara að spila betur en þeir og vinna. Það er ekkert annað sem kemur til greina, annars er þetta búið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leik Vals og Hauka í úrslitarimmu N1 deildarinnar í kvöld.

    Handbolti