
Skokkaði í spretthlaupi á Ólympíuleikunum
Bandaríkjamaðurinn Freddie Crittenden vakti mikla athygli í undanrásum í 110 metra grindahlaupi í dag en þó ekki fyrir að hlaupa hratt heldur fyrir það að hlaupa hægt.
Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.
Bandaríkjamaðurinn Freddie Crittenden vakti mikla athygli í undanrásum í 110 metra grindahlaupi í dag en þó ekki fyrir að hlaupa hratt heldur fyrir það að hlaupa hægt.
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi.
Þýska handboltalandsliðið tryggði sér efsta sætið í A-riðli með 36-29 sigri gegn Slóveníu í síðasta leik riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum.
Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu.
Hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga en því miður ekki vegna árangursins inn í hringum heldur vegna ástæðulausra áskanna um að tveir keppendur í kvennakeppninni séu karlmenn í dulargervi.
Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París.
Þegar það fer fram flott alþjóðlegt golfmót í dag þá eru miklar líkur á því að mótshaldarar hringi í íslenska myndatökumanninn Friðrik Þór Halldórsson.
Tenniskapparnir Novak Djokovic frá Serbíu og Carlos Alcaraz frá Spáni mætast í dag í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París og geta báðir unnið sögulegan sigur.
Huang Ya Qiong varð Ólympíumeistari í tvenndarleik í badminton á leikunum í París og einhverjir halda örugglega að dagurinn hennar hafi ekki getað orðið betri. Kærastinn hennar sá þó til þess að hann yrði miklu betri.
Japanir unnu sín fyrstu verðlaun í hestaíþróttum í 92 ár þegar Japanarnir fengu bronsverðlaun í liðakeppni Ólympíuleikanna í París.
Smáríkin Sankti Lúsía og Dóminíka eignuðust í kvöld sinn fyrsta Ólympíumeistara frá upphafi.
Brasilíska kvennalandsliðið í fótbolta varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Paris.
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta mæta Brasilíu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í París.
Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg.
Norðmaðurinn Markus Rooth varð í kvöld Ólympíumeistari í tugþraut karla á Ólympíuleikunum í París.
Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu komst í kvöld í undanúrslit Ólympíuleikanna í París eftir sigur á Kanada í átta liða úrslitunum.
Julien Alfred varð í kvöld Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna í París en hún varð þar með fyrst allra til að vinna verðlaun fyrir Sankti Lúsíu á Ólympíuleikum.
Norska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í París.
Heimsmeistarar Spánar í fótbolta voru nálægt því að spila ekki um verðlaun á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa komist í mikil vandræði á móti Kólumbíu í átta liða úrslitunum í dag.
Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í 66 kílóa flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París.
Bandaríska körfuboltalandsliðið hélt áfram sigurgöngu sinni á Ólympíuleikunum í París með 21 stigs sigri á Púertó Ríkó, 104-83.
Trinity Rodman tryggði bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif hefur mátt þola harða gagnrýni úr mörgum áttum og það að vera rekin af miðju heimsmeistaramóti vegna ásakana um að hún væri karl að keppa í kvennaflokki.
Serbneski hástökkvarinn Angelina Topic upplifði eina af martröðum íþróttafólks þegar hún meiddist í upphitun fyrir keppni á Ólympíuleikunum.
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins.
Skipuleggjandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna hefur kært til lögreglu líflátshótanir sem honum hafa borist. Borgarstjóri Parísar hefur lýst yfir fullum stuðningi við hann.
Hákon Þór Svavarsson átti frábæra lokaumferð í leirdúfuskotfimikeppni Ólympíuleikanna. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með því að hitta úr 25 af 25 skotum og stimplaði sig út sem stigahæsti Íslendingur sögunnar.
Rígur Frakklands og Argentínu stendur í hæstu hæðum og slagsmál brutust út eftir leik þjóðanna á Ólympíuleikunum í gær.
Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá.
Þótt að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir sé búin að keppa í þríþraut þá er þríþrautarfarsanum ekki lokið á þessum Ólympíuleikum í París.