Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi

Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum vinnuaðstæður kennara

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur

Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Skjótum ekki sendiboðann

Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja.

Skoðun
Fréttamynd

Klisjan 2020

Ég veit upp á hár hvernig ég vil hafa næsta forseta Bandaríkjanna. Ég vil ekkert frumlegt, nýtt, eða ferskt. Bandaríska þjóðin valdi ansi ferskt og frumlegt síðast. Næsta týpa sem velst í þetta starf þarf að vera holdgervingur ófrumleikans; spaghettí bolognese í mannsmynd. Já, við þurfum Klisju.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðförin 1751

Það er ekki auðvelt að segja hvenær aðför stjórnvalda að einkabílaeign Íslendinga hafi hafist af alvöru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öll í strætó

Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumar­áætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni.

Skoðun
Fréttamynd

Njótum hátíðanna

Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm.

Skoðun
Fréttamynd

Réttindi barna í alþjóðasamstarfi

Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu

Skoðun
Fréttamynd

Ofurtölva buffar fartölvu

Ég vil ekki gera lítið úr árangri starfsmanna Google og forrits þeirra Alpha Zero sem, að þeirra sögn, kenndi sjálfu sér að tefla í fjóra tíma og rústaði svo besta skákforriti heims. Liðið hjá Google var örugglega að gera eitthvað sniðugt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægasta starf í heimi?

Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað get ÉG gert?

Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Í kapphlaupi við tímann

Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Sóknin er besta vörnin

Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum

Skoðun
Fréttamynd

Vegurinn verður lokaður í vetur!

Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, miðað við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki missa af framtíðinni

Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða.

Skoðun
Fréttamynd

Konur, karlar og lífeyrissjóðir

Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Kærar þakkir

Nýliðin kosningabarátta var stutt og snörp sem var að mörgu leyti mjög gott. Baráttan var gefandi og skemmtileg allt fram á síðustu stundu. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann stuðning og traust sem kjósendur hafa sýnt okkar öflugu frambjóðendum.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin er okkar

Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það.

Skoðun