Ekki einn dropi einkavæddur í Landsvirkjun Allar götur frá stofnun árið 1965 hefur Landsvirkjun í almannaeigu verið burðarás í íslensku atvinnulífi og stuðlað að nýtingu orkuauðlinda landsins til að standa undir aukinni verðmætasköpun í íslensku efnahagslífi. Skoðun 5. september 2023 16:01
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Innlent 5. september 2023 15:14
Frítt í strætó fyrir Garðbæinga! Það var dapurlegt að fá neikvæð viðbrögð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við tillögu okkar og Garðabæjarlistans um að Garðabær tæki þátt í verkefninu um næturstrætó. Fyrir liggur að Reykjavík, Mosfellsbær og núna síðast Hafnarfjörður ætla að taka aftur upp þjónustu um næturstrætó úr miðborg Reykjavíkur. Skoðun 5. september 2023 15:01
Nefnd sem hefur „eftirlit með eftirlitinu“ ekki starfrækt frá árinu 2020 Ráðgjafarnefnd um eftirlitsreglur hefur ekki verið starfandi frá árinu 2020. „Samkvæmt lögum um opinberar eftirlitsreglur, sem sett voru árið 1999, á þessi nefnd að hafa eftirlit með eftirlitinu,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Innherji 5. september 2023 13:04
Rafmagnsleysi Rafmagn er grundvallarorkugjafi okkar. Það lýsir upp heimili okkar og án þess gæti verið flókið að elda kvöldmatinn, þvo þvott og geyma matvæli. Þá er rafmagn mikilvægt í heilbrigðisþjónustu þar sem það knýr áfram lífsnauðsynleg lækningatæki. Sífellt fleiri rafmagnsbílar koma á göturnar, jafnvel rafmagnsflutningabílar. Skoðun 5. september 2023 11:00
Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Innlent 5. september 2023 10:42
Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Innlent 5. september 2023 10:11
Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Skoðun 5. september 2023 08:31
Afkoma ríkisins tæplega hundrað milljörðum skárri en var spáð Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega eitt hundrað milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um fimmtíu milljörðum króna betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Innlent 4. september 2023 19:52
Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Innlent 4. september 2023 19:33
Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4. september 2023 18:22
„Erfiðast að viðurkenna að ég þyrfti hjálp“ Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Íslandi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkóhólisti áður en hann leitaði sér aðstoðar. Lífið 4. september 2023 16:13
Bankarnir geta gert betur fyrir fólkið í landinu Í öllum þjóðfélögum er mikilvægt að allir standi neytendavaktina, ekki síst á verðbólgutímum. Nýverið var kynnt skýrsla um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem er afrakstur vinnu starfshóps sem ég skipaði til þess að skoða stöðu neytenda og samkeppnisaðstæður á innlendum bankamarkaði þar sem m.a. yrði litið til gagnsæi þóknana, vaxtakostnaðar, gjaldtöku og annarra kostnaðarliða sem neytendur bera. Skoðun 4. september 2023 13:30
Samgöngusáttmáli um betri borg Nú stendur yfir vinna hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og ríkinu við að uppfæra Samgöngusáttmálann sem sömu aðilar undirrituðu haustið 2019 og hefur talsvert verið til umræðu síðustu daga. Frá þeim tímapunkti hefur margt breyst sem lá að baki þeim forsendum sem sáttmálinn byggir á. Skoðun 4. september 2023 13:00
Tilraunadýr Seðlabankans Seðlabankastjóri hefur líkt 14 stýrivaxtahækkunum bankans við n.k. tilraun. Í hartnær tvö ár hef ég ásamt tugþúsundum annarra Íslendinga verið í óumbeðnu ólaunuðu aukastarfi sem tilraunadýr seðlabankastjórans og peningastefnunefndar. Skoðun 4. september 2023 10:30
„Grípum geirinn í hönd!“ Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Skoðun 4. september 2023 09:02
Framsókn tapar mestu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna milli júlí og ágúst. Mestar breytingar urðu á fylgi Framsóknarflokksins, sem fór úr 8,9 prósent í 7,5 prósent. Innlent 4. september 2023 08:48
Bein útsending: Farsældarþing 2023 Farsældarþing fer fram í dag þar sem fagfólki, þjónustuveitendum, stjórnvöldum, börnum og aðstandendum er ætlað að eiga víðtækt samtal um farsæld barna. Innlent 4. september 2023 08:31
Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Innlent 3. september 2023 18:56
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3. september 2023 15:43
Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Innlent 3. september 2023 13:41
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3. september 2023 09:39
Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2. september 2023 21:05
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Innlent 2. september 2023 12:48
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. Innlent 2. september 2023 08:23
Pawel tekur við af Þórdísi vegna liðskiptaaðgerðar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, verður í veikindaleyfi til lok nóvember vegna liðskiptaaðgerðar sem hún gekkst undir í vikunni. Pawel Bartoszek tekur við sem borgarfulltrúi Viðreisnar á meðan. Innlent 1. september 2023 22:22
Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi. Innlent 1. september 2023 15:38
Sigurður Orri stýrir samfélagsmiðlum og viðburðum Viðreisnar Sigurður Orri Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðreisn sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Viðskipti innlent 1. september 2023 14:10
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Innlent 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Innlent 1. september 2023 11:08