
Tilboð fátæka mannsins
Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins.