

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.
Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar.
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir.
„Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til.
Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa.
Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir.
Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum.
Guðlaugur Þór Þórðarson var formaður Fjölnis á þeim árum sem ég gengdi varaformennsku í félaginu. Gulli tók við Fjölni á umbrotatímum, æskuárin voru liðin hjá félaginu og framundan að vaxa úr grasi. Gulli tók við ágætu búi hjá Fjölni en undir hans forystu stækkaði félagið og dafnaði í að verða eitt stærsta íþrótta- og ungmennafélag Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þátt í leiðtogaumræðum á þingi Norðurlandaráðs í dag. Umræðuefnið var framtíð norræns samstarfs og hlutverk Norðurlanda í umheiminum. Þingið sem er hið 74. í röðinni stendur fram á fimmtudag.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk.
Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.
Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum.
Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans.
Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag.
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.
Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl.
Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða.
Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér.
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði.
Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár.
Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.
Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg.
Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt.
Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum.
Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli.