

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag
„Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Hættum allri jaðarsetningu
Í dag birtist frétt á Austurfrétt sem virkilega stakk okkur. Fyrirsögnin er “Tveir kynlausir einstaklingar á Austurlandi.”

Hafnarfjörður er kranafjörður
Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu.

Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna
Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni.

Einkamál innviðaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja.

Úr uppgjöf í sókn
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni.

Oddvitaáskorunin: Dundar sér við stórt fiskabúr
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“
Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“
Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður.

Hvers virði er velferð barna?
Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans.

Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn?
Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist.

Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum
Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu.

Gagnsæi skapar ekki traust
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf.

Fleiri valkostir í Reykjavík
Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er.

Grunnskólinn er fyrir alla nemendur
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því.

Fjárfestum markvisst í hverfum
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins.

Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið.

Efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum í Reykjavík
Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn.

Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur
Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu.

Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð.

Oddvitaáskorunin: Fengu gistingu í anddyrinu á lögreglustöðinni við Hlemm
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Förum í raunveruleg orkuskipti
Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi.

Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Er gott að búa í Kópavogi fyrir yngstu kynslóðina?
Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn?

Munu þín börn læra tæknilæsi?
Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti.

Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar
Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar.

Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu.

Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna.

Sköpum pláss fyrir mannlíf
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar.

Vilja hraða borgarlínu og skipuleggja lóðir fyrir tvö þúsund íbúðir á ári
Viðreisn í Reykjavík kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, kostnað við þau og útreikninga, á blaðamannafundi í dag.