
Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag
„Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.