

Subway-deild karla
Leikirnir

Fjögur stig í sarpinn í Fjárhúsinu
Snæfell vann Keflavík í Dominos-deild karla og því innbyrti Ingi Þór Steindórsson tvo sigra með tveimur liðum í kvöld.

Mikilvægur sigur Skallagríms í botnbaráttunni
Skallarnir unnu ÍR í fallbaráttuslag í borgarnesi í kvöld.

Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum
Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins

Tyson-Thomas með stórleik í sigri Keflavíkur
Haukakonur unnu fimmtán stiga sigur á nýliðum Breiðabliks.

Salisbery sagt upp hjá Njarðvík
Friðrik Ingi Rúnarsson skiptir um Bandaríkjamann í liði Njarðvíkur.

Við erum ekki hræddir við það að tapa
Finnur Freyr Stefánsson vann á fimmtudagskvöldið sinn þrítugasta sigur sem þjálfari í úrvalsdeild karla en því náði hann í aðeins 31 leik eða á undan öllum öðrum þjálfurum í sögu deildarinnar.

Skallagrímur sló Njarðvík út úr bikarnum í Borganesi
Botnlið Borgnesinga er komið áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla eftir níu stiga sigur á Njarðvík, 77-68, í sextán liða úrslitunum keppninnar í Fjósinu í kvöld.

Sextán ára strákur með 31 stig fyrir KR í bikarnum
Þórir Þorbjarnarson skoraði 31 stig fyrir Íslandsmeistara KR í dag þegar liðið vann 73 stiga sigur á b-liði Hauka, 116-43, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.

Jón og Helena best | Helena verið valin best síðan hún var 16 ára
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir væru körfuknattleiksfólk ársins árið 2014.

Seljaskólinn er íþróttahúsið hans Kára
Kári Jónsson, 17 ára bakvörður Hauka, er samkvæmt tölfræðinni aldrei betri en í Hertz-hellinum í Seljaskóla en strákurinn hefur átt sína tvo bestu leiki í úrvalsdeild karla í húsinu.

Pavel í níunda sinn aðeins 1 frá þrennu
Pavel Ermolinskij vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná tvöfaldri þrennu í tólf stiga sigri KR-inga á Stjörnunni, 103-91, í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Stólarnir í stuði | Úrslit kvöldsins
Tindastóll heldur áfram að elta KR eins og skugginn en Stólarnir völtuðu yfir Snæfell í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 96-84 | Stórsigur Keflvíkinga í Suðurnesjaslagnum
Góður 15-0 endasprettur skilaði heimamönnum góðum sigri.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 103-91 | Enn einn sigur KR-inga
Stjörnumenn hafa verið á fínni siglingu en tókst ekki að stöðva topplið KR í Domino's-deild kar.a

Maggi Gunn snýr aftur í Sláturhúsið
Níunda umferð Dominos-deildar karla í körfubolta verður spiluð í heild sinni í kvöld. Suðurnesjastórveldin Keflavík og Grindavík eigast við í Sláturhúsinu í Reykjanesbæ í viðureign tveggja liða í vandræðum.

Besta byrjun nýliða í 33 ár
Tindastóll hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta sem er besta byrjun nýliða frá 1981. "Nú er bara talað um körfubolta á Króknum,“ segir fyrirliðinn, Helgi Rafn Viggósson.

38 ára og bara einu stigi frá persónulegu stigameti
Darrel Keith Lewis átti rosalegan leik á sínum gamla heimavelli í gærkvöldi þegar lið hans Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta með því að vinna Grindavík 102-97.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 97-102 | Sigurganga Tindastóls heldur áfram
Tindastóll vann fimm stiga sigur, 97-102, á Grindavík í lokaleik 8. umferðar Domino's deildar karla í kvöld.

Ná Stólarnir fyrstu Suðurnesjaþrennunni í tæp 23 ár?
Tindastólsmenn heimsækja Grindvíkinga í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta verður fimmti Mánudagsleikurinn í vetur sem verður sendur út í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Maggi Gunn má spila aftur með Grindavík í kvöld
Magnús Þór Gunnarsson er búinn að taka út sitt tveggja leikja bann og má því spila á ný með Grindavík í kvöld þegar liðið tekur á móti spútnikliði Tindastóls í beinni á Stöð 2 Sport.

Eina hraðlest deildarinnar er í Frostaskjóli
Annað árið í röð eru KR-ingar með fullt hús eftir átta umferðir í Dominos-deild karla í körfubolta en því hefur úrvalsdeildarlið ekki náð síðan að Keflavíkurhraðlestin hlaut nafn sitt í byrjun tíunda áratugarins. KR er einungis tólfta 8-0 liðið í sögu úrv

Óvæntur sigur Fjölnis á Keflavík
Fjölnir vann sinn annn leik á tímabilinu er liðið lagði stórlið Keflavíkur að velli í Grafarvogi.

Pavel aftur með þrennu að meðaltali í leik
Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu á tæpum 29 mínútum þegar topplið KR vann 113-82 sigur á Skallagrími í Borgarnesi 8. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gær en þetta var þriðja þrenna kappans í síðustu fjórum leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 67-66 | Mikilvægur Haukasigur
Haukar og Njarðvík mættust í 8. umferð Domino's deildar karla í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld.

Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR
Snæfellingar höfðu betur gegn ÍR í ótrúlegum leik í Stykkisólmi.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 85-79 | Stjörnumenn betri undir lokin
Stjarnan vann góðan sigur, 85-79, á Þór frá Þorlákshöfn í Domino-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var virkilega spennandi frá fyrstu mínútu.

Helgi Jónas hættur | Þarf að endurskoða líf mitt
Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur að þjálfa Keflavík af heilsufarsástæðum. Ástand Helga er þannig að hann þarf alfarið að hætta afskiptum af boltanum.

Sjáðu fimm silkimjúka þrista frá Kára í Vesturbænum | Myndband
Sautján ára gömul skytta Haukanna setti niður nokkur glæsileg þriggja stiga skot í tapinu gegn KR í gær.

KR á fimm efstu mennina í plús og mínus
KR-ingar eru einir á toppnum í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sjöunda sigurinn í röð á móti Haukum í DHL-höllinni í gær.

Bingó í sal hjá Haukum - sjáðu frábæra troðslu Francis
Haukar töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deild karla í gærkvöldi en buðu upp á flott tilþrif inn á milli.