Óvissustigi almannavarna aflýst en hættustig áfram á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið, í samráði við lögreglustjóra landsins, að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aftakaveðurs sem lýst var yfir þann 9. desember. Innlent 13. desember 2019 14:32
Vottar fyrir heitavatnsleysi í efri byggðum Veitur biðla til borgarbúa að fara sparlega með heitt vatn í dag. Innlent 13. desember 2019 13:17
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. Innlent 13. desember 2019 10:20
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. Innlent 13. desember 2019 08:12
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Innlent 13. desember 2019 08:08
Treysta á að geta notað dróna og þyrlu við leitina á morgun Lunginn af þeim sem hafa verið við leit að pilti sem féll í Núpá í Sölvadal í gærkvöldi er nú kominn í hvíld að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 12. desember 2019 23:51
Fimmtíu manns dvelja enn í fjöldahjálparstöð í Dalvík Ein fjöldahjálparstöð verður áfram opin af hálfu Rauða kross Íslands í nótt. Innlent 12. desember 2019 23:02
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Innlent 12. desember 2019 22:11
Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. Innlent 12. desember 2019 20:57
Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Innlent 12. desember 2019 20:21
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. Innlent 12. desember 2019 19:00
Harðorðar bókanir frá sveitarstjórnum fyrir norðan: „Ljóst er að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust“ Sveitarstjórn Húnaþings vestra sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafa sent frá sér nokkuð harðorðar bókanir vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sveitarfélögunum tveimur vegna óveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Innlent 12. desember 2019 18:24
Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Innlent 12. desember 2019 17:45
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. Innlent 12. desember 2019 17:21
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Innlent 12. desember 2019 11:51
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Innlent 12. desember 2019 09:59
Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. Innlent 12. desember 2019 07:03
Flestar leiðir færar um sunnanvert landið en mikil ófærð norðan- og austantil Enn mikil ófærð á norðan- og austanverðu landinu en unnið að hreinsun á vegum. Innlent 12. desember 2019 07:02
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Innlent 12. desember 2019 06:30
Bjargað af ísköldum bænum ásamt tveimur ungum dætrum Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bóndi á Böðvarshólum í Vestur-Hópi á austanverðu Vatnsnesi, kveðst afar hugsi yfir því hversu lengi rafmagnsleysið á Norðurlandi vestra hefur varað. Innlent 12. desember 2019 06:30
Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Innlent 11. desember 2019 22:31
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. Innlent 11. desember 2019 22:20
Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum. Innlent 11. desember 2019 21:30
Rafmagn skammtað á Króknum Rafmagnslaust er nú víða um land vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir síðasta eina og hálfa sólarhringinn eða svo. Innlent 11. desember 2019 20:29
„Samfélagið er meira og minna lamað“ Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Innlent 11. desember 2019 20:00
Esjuskjólið hélt í Reykjavík en „ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn“ náði út á Seltjarnarnes Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær.Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Innlent 11. desember 2019 18:53
Fjöldahjálparstöð opnuð á Dalvík vegna hóps vinnumanna sem voru orðnir kaldir heima við Rauði kross Íslands opnaði nú undir kvöld fjöldahjálparstöð eftir að óskað var eftir aðstoð fyrir tiltekinn hóp vinnumanna sem búa í bænum og eru þar við störf. Innlent 11. desember 2019 18:36
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. Innlent 11. desember 2019 16:22
Old boys Þróttarar æfðu úti í óveðrinu Meðan flestir landsmenn lágu undir teppi æfðu vaskar old boys kempur úr Þrótti R. á gervigrasvellinum í Laugardal. Íslenski boltinn 11. desember 2019 15:30