
Rútubílstjórinn sem festist tvisvar á jóladag með réttarstöðu sakbornings
Rútubílstjórinn sem festi bifreið sína tvívegis á jóladag eftir að hafa hunsað lokanir var yfirheyrður af lögreglu og er með réttarstöðu sakbornings. Sök hans er að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.