Norðanátt og rigning og slydda með köflum Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum. Veður 2. nóvember 2022 07:15
Víða strekkingur sunnan- og vestantil í kvöld Veðurstofan spáir breytilegri og síðar norðlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Víða megi þó reikna með strekkingi sunnan- og vestantil í kvöld. Veður 1. nóvember 2022 07:00
Meira þurfi svo að náttúruvársérfræðingar fari í viðbragðsstöðu Náttúruvársérfræðingur segir að meira þurfi til að koma svo að sérfræðingar í jarðhræringum fari í viðbragðsstöðum. Skjálftavirkni í Bárðarbungu sé eðlileg enda hafi stærri skjálftar mælst reglulega í öskjunni síðustu ár. Innlent 31. október 2022 20:19
Breytilegar áttir vegna tveggja smálægða nálægt landinu Tvær smálægðir verða nálægt landinu í dag. Önnur þeirra ferðast meðfram austurströndinni til norðurs og hin skammt vestur af landinu, sömuleiðis til norðurs. Staðsetning lægðanna veldur breytilegum vindáttum og vindhraða. Veður 31. október 2022 07:25
Víða hálka í morgunsárið Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Veður 29. október 2022 09:30
Veður áfram með rólegasta móti miðað við árstíma Veður á landinu er áfram með rólegasta móti miðað við árstíma. Spár gera ráð fyrir vestlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Veður 28. október 2022 07:03
Veðrið með rólegasta móti Veður er með rólegasta móti á landinu um þessar mundir. Veðurstofan segir norðlæga eða breytilega átt í vændum og vindur víðast hvar hægur. Það blæs aðeins með austurströndinni, fimm til tíu metrar á sekúndu á þeim slóðum. Veður 27. október 2022 07:13
Milt veður og dálítil væta á víð og dreif Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag og mildu veðri með dálítilli vætu á víð og dreif framan af degi. Síðan léttir til á vestanverðu landinu. Veður 26. október 2022 07:17
Strekkingur syðst á landinu og sums staðar væta Veðurstofan spáir austan golu eða kalda á landinu í dag og strekkingi syðst á landinu. Veður 24. október 2022 07:08
Veðrið með rólegasta móti Útlit er fyrir rólegheitaveður í dag að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 22. október 2022 08:00
Stöku skúrir eða él við norðurströndina Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt og verður hún víða hæg. Stöku skúrir eða él við norðurströndina og sums staðar dálítil væta austan- og suðaustanlands, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. Veður 21. október 2022 07:10
Bein útsending: Nýr umferðarvefur kynntur Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. Innlent 20. október 2022 08:30
Austlæg átt og sums staðar smáskurir Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag og verður hún fremur hæg víðast hvar. Hiti verður á bilinu núll til stig og verður mildast syðst. Veður 20. október 2022 07:08
Þungbúið vestantil og fallegur haustdagur í vændum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi suðvestanátt í dag. Má reikna með fimm til tíu metrum á sekúndu víðast en tíu til fimmtán metrar á sekúndu um landið norðvestanvert. Veður 19. október 2022 07:13
Suðvestanátt og strekkingur um landið norðvestanvert Útlit er fyrir suðvestanátt í dag og á morgun og má víða reikna með golu eða kalda, en strekkingi um landið norðvestanvert. Jafnvel má búast við allhvössu í afmörkuðum strengjum við fjöll á því svæði. Veður 18. október 2022 07:20
Stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna Það stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna sem sé væntanlega kærkomið eftir norðan hvassviðrið um liðna helgi. Veður 17. október 2022 06:58
Bifreið fauk út af og veginum var lokað Suðurlandsvegi var lokað um tíma í dag vegna vinds. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna umferðaróhapps eftir að bifreið fauk út af veginum. Innlent 16. október 2022 19:33
Gular viðvaranir enn í gildi og vegir lokaðir Gular viðvaranir eru enn i gildi á Vestfjörðum og nær öllu Norðanverðu landinu vegna hvassviðris og ofankomu. Innlent 16. október 2022 09:40
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. Lífið 16. október 2022 07:00
Rigning, slydda og gular viðvaranir Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag. Veður 15. október 2022 08:49
Íslendingar eru allt of latir við að skafa þegar veður breytist Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið slysalaust fyrir sig að mestu þrátt fyrir breytt veðurfar. Lögreglan segir borgarbúa samt ekki nógu duglega að skafa rúðurnar sínar. Innlent 14. október 2022 11:25
Gular viðvaranir norðanlands um helgina Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra um helgina vegna hvassrar norðanáttar og ofankomu. Veður 14. október 2022 10:23
Norðanátt með éljum norðantil en bjart fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu með éljum fyrir norðan og bjart sunnan heiða. Það hvessir í kvöld á má reikna með áframhaldandi norðanátt um helgina. Veður 14. október 2022 07:09
Þurfa að skafa af rúðum og hálka á götum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa margir að skafa bílrúður sínar áður en þeir halda út í morgunumferðina. Hálka er á götum. Veður 13. október 2022 07:10
Suðvestlæg átt og skúrir um landið vestanvert Veðurstofan spáir suðvestlægri átt og skúrum í dag um landið vestanvert, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Reikna má með að hiti á landinu verði víða á bilinu þrjú til sjö stig. Veður 12. október 2022 07:12
Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Innlent 11. október 2022 20:51
Fremur vætusamt á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan reiknar með að það verði suðlæg og síðar vestlæg átt á landinu og hlýni í bili. Fremur vætusamt verður á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Veður 11. október 2022 07:07
Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Innlent 10. október 2022 11:53
Óvissu- og hættustigum aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluembætti um land allt hefur aflýst óvissu- og hættustigum almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin í gær og í morgun. Innlent 10. október 2022 11:50
Komu í veg fyrir tjón á Djúpavogi Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón. Innlent 10. október 2022 09:59