Fjölmiðlar

Fréttamynd

Sölvi Tryggvason snýr aftur með fjóra þætti

Fjórir nýir þættir af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva eru komnir á áskriftarsíðu Sölva sem sett var í loftið nýlega. Sölvi hefur ekki birt nýjan þátt síðan tvær konur sökuðu hann um ofbeldi í maí á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Eiríkur Guðmundsson látinn

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Ís­flix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu

Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Linda Blöndal hætt á Hringbraut

Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is.

Innlent
Fréttamynd

Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið

Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Guð­ríður Haralds­dóttir kveður Birtíng

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og prófarkalesari lauk sínum síðasta vinnudegi hjá Birtíngi í dag, hún segist kveðja með trega og þakklæti eftir tuttugu og tvö ár hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla

Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast stjórnar­kjörs í Sýn

Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar eftir kaup á hlut Heiðars

Gavia Invest, fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu Reynis Grétarssonar, er orðið stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins Sýnar með 14,95 prósenta hlut eftir kaup á eignarhlut Heiðars Guðjónssonar um helgina Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar

Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við lokum á nýnasista og rasista“

Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi.

Innlent
Fréttamynd

Harry prins vann meið­yrða­mál

Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt.

Erlent
Fréttamynd

Það er af sem áður var

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Margrét ráðin að­stoðar­dag­skrár­stjóri RÚV

Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu

Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. 

Innlent
Fréttamynd

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjón­varpi Símans Premium

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Innlent