Forseti Íslands Forsetinn efnir til sérstakra lýðheilsuverðlauna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ákveðið að efna til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, og er stefnt á að þau verði afhent í fyrsta sinn í vor. Innlent 28.2.2023 11:35 Forseta Íslands fagnað á NBA-leik í nótt Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur í Bandaríkjunum og var einn af fræga fólkinu sem var kynnt sérstaklega á NBA-leik í nótt. Körfubolti 15.2.2023 08:40 Verkfræðinemar við HR fengu Nýsköpunarverðlaun forsetans Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“. Innlent 30.1.2023 15:41 Skúli, Arndís, Ragnar og Pedro hrepptu bókmenntaverðlaunin Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans fór fram á Bessastöðum nú rétt í þessu. Verðlaunin fyrir hvert verk nema einni milljón króna og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Menning 24.1.2023 20:45 Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst. Innlent 23.1.2023 22:20 Viðgerð um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni lokið Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt. Innlent 22.1.2023 17:51 Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. Innlent 22.1.2023 16:12 Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana. Innlent 22.1.2023 09:45 Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Innlent 21.1.2023 09:31 „Ætla ekki í framboð gegn Guðna“ Yfirlýsingar landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar um að hann vilji verða forseti Íslands hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli. Handbolti 18.1.2023 09:31 Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Innlent 14.1.2023 14:05 Guðni forseti sér möguleika á verðlaunapalli Forseti Íslands er sannfærður um að íslenska landsliðið í handbolta eigi góðan möguleika á að komast á verðlaunapall á HM í Svíþjóð. Hann stefnir á að fara á mótið á einhverjum tímapunkti þess. Innlent 13.1.2023 12:31 Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Innlent 2.1.2023 17:23 „Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. Innlent 1.1.2023 20:58 „Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Innlent 1.1.2023 17:37 Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2023 14:52 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Innlent 26.12.2022 10:04 Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands. Lífið 22.12.2022 15:17 Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Innlent 7.12.2022 21:27 Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Innlent 5.12.2022 15:37 Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. Innlent 5.12.2022 12:44 Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Innlent 1.12.2022 20:56 Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Innlent 21.11.2022 11:53 Bein útsending: Lúðrablástur og fyrirmenni við vígslu ramps númer þrjú hundruð Römpum upp Ísland vígir ramp númer þrjú hundruð klukkan 11:30 í Mjóddinni. Verkefnið snýr að því að setja upp eitt þúsund rampa um allt land á fjórum árum. Sýnt verður beint frá athöfninni á Stöð 2 Vísi. Innlent 21.11.2022 10:42 Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Innlent 7.11.2022 12:09 „Við þurfum að verja Valhöll“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Tónlist 4.11.2022 19:38 Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Innlent 4.11.2022 12:27 Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær. Innlent 28.10.2022 14:21 Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Erlent 27.10.2022 19:10 „Ég myndi aldrei láta það uppi“ Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Menning 25.10.2022 22:41 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 30 ›
Forsetinn efnir til sérstakra lýðheilsuverðlauna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ákveðið að efna til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, og er stefnt á að þau verði afhent í fyrsta sinn í vor. Innlent 28.2.2023 11:35
Forseta Íslands fagnað á NBA-leik í nótt Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur í Bandaríkjunum og var einn af fræga fólkinu sem var kynnt sérstaklega á NBA-leik í nótt. Körfubolti 15.2.2023 08:40
Verkfræðinemar við HR fengu Nýsköpunarverðlaun forsetans Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“. Innlent 30.1.2023 15:41
Skúli, Arndís, Ragnar og Pedro hrepptu bókmenntaverðlaunin Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans fór fram á Bessastöðum nú rétt í þessu. Verðlaunin fyrir hvert verk nema einni milljón króna og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Menning 24.1.2023 20:45
Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst. Innlent 23.1.2023 22:20
Viðgerð um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni lokið Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt. Innlent 22.1.2023 17:51
Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. Innlent 22.1.2023 16:12
Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana. Innlent 22.1.2023 09:45
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Innlent 21.1.2023 09:31
„Ætla ekki í framboð gegn Guðna“ Yfirlýsingar landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar um að hann vilji verða forseti Íslands hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli. Handbolti 18.1.2023 09:31
Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Innlent 14.1.2023 14:05
Guðni forseti sér möguleika á verðlaunapalli Forseti Íslands er sannfærður um að íslenska landsliðið í handbolta eigi góðan möguleika á að komast á verðlaunapall á HM í Svíþjóð. Hann stefnir á að fara á mótið á einhverjum tímapunkti þess. Innlent 13.1.2023 12:31
Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Innlent 2.1.2023 17:23
„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. Innlent 1.1.2023 20:58
„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Innlent 1.1.2023 17:37
Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2023 14:52
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Innlent 26.12.2022 10:04
Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands. Lífið 22.12.2022 15:17
Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Innlent 7.12.2022 21:27
Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Innlent 5.12.2022 15:37
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. Innlent 5.12.2022 12:44
Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Innlent 1.12.2022 20:56
Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Innlent 21.11.2022 11:53
Bein útsending: Lúðrablástur og fyrirmenni við vígslu ramps númer þrjú hundruð Römpum upp Ísland vígir ramp númer þrjú hundruð klukkan 11:30 í Mjóddinni. Verkefnið snýr að því að setja upp eitt þúsund rampa um allt land á fjórum árum. Sýnt verður beint frá athöfninni á Stöð 2 Vísi. Innlent 21.11.2022 10:42
Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Innlent 7.11.2022 12:09
„Við þurfum að verja Valhöll“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Tónlist 4.11.2022 19:38
Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Innlent 4.11.2022 12:27
Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær. Innlent 28.10.2022 14:21
Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Erlent 27.10.2022 19:10
„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Menning 25.10.2022 22:41