Kína Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Erlent 12.6.2023 06:42 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. Erlent 8.6.2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. Erlent 5.6.2023 10:31 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Erlent 1.6.2023 22:30 Kínverjar þurfi að leiðrétta kynjahalla Sameinuðu þjóðirnar leggja til að Kína setji á kynjakvóta fyrir þingmenn og æðstu embættismenn landsins. Alvarlegur kynjahalli sé á stjórn landsins. Erlent 31.5.2023 07:45 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Erlent 30.5.2023 22:35 Íslenskir krakkar auglýsa æðardúnúlpur með söng á kínversku Kínverskt stórfyrirtæki hefur hafið framleiðslu á dúnúlpum úr íslenskum æðardún. Íslensk börn voru fengin til að syngja inn á auglýsingu fyrir nýju úlpurnar á kínversku. Viðskipti innlent 30.5.2023 20:31 Fyrsta áætlunarflug kínverskrar farþegaþotu Farþegaþota smíðuð af kínverskum flugvélaframleiðenda flaug fyrsta áætlunarflug sitt frá Sjanghæ til Peking á sunnudag. Kínverjar hyggjast veita risum á borð við Boeing og Airbus samkeppni á flugvélamarkaði með vélinni. Erlent 28.5.2023 11:41 Bandaríkjamenn virðast vilja bæta samskiptin við Kína Ráðgjafar Joe Biden Bandaríkjaforseta segja hann meðvitaðan um að bandamenn Bandaríkjamanna við Kyrrahaf hafi afar takmarkaðan áhuga á að vera dregnir inn í langvarandi átök milli Bandaríkjanna og Kína. Innlent 26.5.2023 06:59 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. Erlent 20.5.2023 17:02 Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59 Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Innlent 9.5.2023 21:04 Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39 Seðlabankinn aldrei dregið á þrettán ára gjaldmiðlaskiptasamning við Kína Aldrei hefur verið dregið á gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína sem fyrst var gerður árið 2010, að sögn bankans, en hann hljóðar upp á um 70 milljarða króna eða 3,5 milljarða kínverskra júana. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir gjaldamiðlaskiptasamningar auka viðskipti landa við Kína en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki gert sambærilegan samning við einræðisríkið. Innherji 2.5.2023 16:06 Flugu tugum herþota við Taívan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Erlent 28.4.2023 16:54 Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46 Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 26.4.2023 12:03 Tugir sjúklinga látnir í bruna á sjúkrahúsi í Beijing Að minnsta kosti 29 manns eru látnir, þar á meðal 26 sjúklingar, eftir að eldur kom upp á sjúkrahúsi í Beijing í Kína í gær. Tugir manna hafa verið handteknir vegna brunans, þar á meðal forstjóri og næstráðandi sjúkrahússins. Erlent 19.4.2023 08:57 Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. Erlent 17.4.2023 22:56 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. Erlent 5.4.2023 19:31 Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Erlent 29.3.2023 10:11 Forstjóri TikTok mætir þingmönnum og varar við því að banna forritið Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta á þingfund í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, þar sem hann mun verjast ásökunum um að forriti hans sé ekki treystandi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og þar á meðal þingmenn bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins vilja að forritið verði bannað í Bandaríkjunum eða selt. Viðskipti erlent 22.3.2023 14:58 Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22.3.2023 12:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Erlent 22.3.2023 07:11 Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Forsetar Kína og Rússlands hafa talað almennt um að efla samskipti þjóðanna á fundi símum í Moskvu í dag en ekkert hefur komið fram um hernaðaraðstoð. Rússar eru mun háðari Kína en áður á ýmsum sviðum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Erlent 21.3.2023 19:41 Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Innlent 21.3.2023 12:57 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 42 ›
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Erlent 12.6.2023 06:42
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. Erlent 8.6.2023 17:31
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. Erlent 5.6.2023 10:31
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Erlent 1.6.2023 22:30
Kínverjar þurfi að leiðrétta kynjahalla Sameinuðu þjóðirnar leggja til að Kína setji á kynjakvóta fyrir þingmenn og æðstu embættismenn landsins. Alvarlegur kynjahalli sé á stjórn landsins. Erlent 31.5.2023 07:45
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Erlent 30.5.2023 22:35
Íslenskir krakkar auglýsa æðardúnúlpur með söng á kínversku Kínverskt stórfyrirtæki hefur hafið framleiðslu á dúnúlpum úr íslenskum æðardún. Íslensk börn voru fengin til að syngja inn á auglýsingu fyrir nýju úlpurnar á kínversku. Viðskipti innlent 30.5.2023 20:31
Fyrsta áætlunarflug kínverskrar farþegaþotu Farþegaþota smíðuð af kínverskum flugvélaframleiðenda flaug fyrsta áætlunarflug sitt frá Sjanghæ til Peking á sunnudag. Kínverjar hyggjast veita risum á borð við Boeing og Airbus samkeppni á flugvélamarkaði með vélinni. Erlent 28.5.2023 11:41
Bandaríkjamenn virðast vilja bæta samskiptin við Kína Ráðgjafar Joe Biden Bandaríkjaforseta segja hann meðvitaðan um að bandamenn Bandaríkjamanna við Kyrrahaf hafi afar takmarkaðan áhuga á að vera dregnir inn í langvarandi átök milli Bandaríkjanna og Kína. Innlent 26.5.2023 06:59
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. Erlent 20.5.2023 17:02
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59
Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Innlent 9.5.2023 21:04
Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39
Seðlabankinn aldrei dregið á þrettán ára gjaldmiðlaskiptasamning við Kína Aldrei hefur verið dregið á gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína sem fyrst var gerður árið 2010, að sögn bankans, en hann hljóðar upp á um 70 milljarða króna eða 3,5 milljarða kínverskra júana. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir gjaldamiðlaskiptasamningar auka viðskipti landa við Kína en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki gert sambærilegan samning við einræðisríkið. Innherji 2.5.2023 16:06
Flugu tugum herþota við Taívan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Erlent 28.4.2023 16:54
Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 26.4.2023 12:03
Tugir sjúklinga látnir í bruna á sjúkrahúsi í Beijing Að minnsta kosti 29 manns eru látnir, þar á meðal 26 sjúklingar, eftir að eldur kom upp á sjúkrahúsi í Beijing í Kína í gær. Tugir manna hafa verið handteknir vegna brunans, þar á meðal forstjóri og næstráðandi sjúkrahússins. Erlent 19.4.2023 08:57
Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. Erlent 17.4.2023 22:56
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. Erlent 5.4.2023 19:31
Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Erlent 29.3.2023 10:11
Forstjóri TikTok mætir þingmönnum og varar við því að banna forritið Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta á þingfund í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, þar sem hann mun verjast ásökunum um að forriti hans sé ekki treystandi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og þar á meðal þingmenn bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins vilja að forritið verði bannað í Bandaríkjunum eða selt. Viðskipti erlent 22.3.2023 14:58
Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22.3.2023 12:11
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Erlent 22.3.2023 07:11
Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Forsetar Kína og Rússlands hafa talað almennt um að efla samskipti þjóðanna á fundi símum í Moskvu í dag en ekkert hefur komið fram um hernaðaraðstoð. Rússar eru mun háðari Kína en áður á ýmsum sviðum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Erlent 21.3.2023 19:41
Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Innlent 21.3.2023 12:57