Svíþjóð Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. Erlent 30.1.2023 08:14 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. Erlent 28.1.2023 22:04 Á annan tug handteknir í tengslum við ofbeldisöldu í Svíþjóð Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið sextán einstaklinga og lagt hald á fjölda vopna og sprengiefna síðastliðinn sólarhring í tengslum við alvarlega ofbeldisglæpi undanfarið. Fjórir eru í haldi í tengslum við sprengjuárásir í síðustu viku. Erlent 27.1.2023 18:22 Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:57 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. Erlent 25.1.2023 10:50 Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni Sænska söngkonan og Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, gítarleikaranum David Larsson. Lífið 24.1.2023 13:11 „Alfreð í Kattholti“ tók á móti heiðursverðlaunum Sænski leikarinn Björn Gustafsson, sem flestir Íslendingar þekkja fyrir að hafa farið með hlutverk vinnumannsins Alfreð í kvikmyndunum um Emil í Kattholti, tók á móti heiðursverðlaunum á sænsku kvikmyndahátíðinni, Guldbaggen, í gærkvöldi. Lífið 24.1.2023 08:01 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. Erlent 24.1.2023 07:09 Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Erlent 23.1.2023 10:30 Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. Erlent 20.1.2023 11:17 Tíu handteknir eftir ofbeldisöldu í Stokkhólmi Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri. Erlent 19.1.2023 23:19 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. Erlent 19.1.2023 12:50 Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Erlent 13.1.2023 19:36 Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Handbolti 13.1.2023 09:01 Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti erlent 12.1.2023 22:00 Svíþjóð stærsti raforkuútflytjandi Evrópu á síðasta ári Svíþjóð seldi um 33 teravattstundir af raforku út fyrir landsteinana á árinu 2022 og velti þar með Frakklandi úr sessi sem stærsta útflytjanda raforku í Evrópu. Innherji 12.1.2023 16:05 Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna. Innherji 11.1.2023 13:14 Opna á fjölgun kjarnorkuvera í Svíþjóð Ríkisstjórn Svíþjóðar kynnti í morgun fyrirhugaðar breytingar á regluverki sem gætu leitt til bæði fjölgunar og stækkunar kjarnorkuvera í landinu. Erlent 11.1.2023 11:26 Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Innlent 9.1.2023 08:02 Elísabet Jökulsdóttir fékk nýra Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir er komin með nýtt nýra. Í byrjun síðasta árs var hún komin á lokastig nýrnabilunar. Innlent 8.1.2023 10:53 Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02 Tvær sprengingar í Stokkhólmi í nótt Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt. Erlent 2.1.2023 06:21 Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Erlent 1.1.2023 23:34 Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Erlent 16.12.2022 14:37 Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Fótbolti 13.12.2022 17:00 Dæmdur fyrir morðið í Visby og skipulagningu hryðjuverkaárásar Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í morgun hinn 33 ára Theodor Engström fyrir morð á konu á sjötugsaldri á götu úti í Visby á Gotlandi í sumar og skipulagningu hryðjuverkaárásar. Erlent 6.12.2022 10:23 Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Erlent 28.11.2022 12:41 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Erlent 26.11.2022 12:45 „Íshokkíkóngurinn“ er látinn Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn. Sport 24.11.2022 18:37 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. Erlent 22.11.2022 15:29 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 38 ›
Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. Erlent 30.1.2023 08:14
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. Erlent 28.1.2023 22:04
Á annan tug handteknir í tengslum við ofbeldisöldu í Svíþjóð Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið sextán einstaklinga og lagt hald á fjölda vopna og sprengiefna síðastliðinn sólarhring í tengslum við alvarlega ofbeldisglæpi undanfarið. Fjórir eru í haldi í tengslum við sprengjuárásir í síðustu viku. Erlent 27.1.2023 18:22
Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:57
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. Erlent 25.1.2023 10:50
Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni Sænska söngkonan og Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, gítarleikaranum David Larsson. Lífið 24.1.2023 13:11
„Alfreð í Kattholti“ tók á móti heiðursverðlaunum Sænski leikarinn Björn Gustafsson, sem flestir Íslendingar þekkja fyrir að hafa farið með hlutverk vinnumannsins Alfreð í kvikmyndunum um Emil í Kattholti, tók á móti heiðursverðlaunum á sænsku kvikmyndahátíðinni, Guldbaggen, í gærkvöldi. Lífið 24.1.2023 08:01
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. Erlent 24.1.2023 07:09
Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Erlent 23.1.2023 10:30
Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. Erlent 20.1.2023 11:17
Tíu handteknir eftir ofbeldisöldu í Stokkhólmi Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri. Erlent 19.1.2023 23:19
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. Erlent 19.1.2023 12:50
Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Erlent 13.1.2023 19:36
Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Handbolti 13.1.2023 09:01
Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti erlent 12.1.2023 22:00
Svíþjóð stærsti raforkuútflytjandi Evrópu á síðasta ári Svíþjóð seldi um 33 teravattstundir af raforku út fyrir landsteinana á árinu 2022 og velti þar með Frakklandi úr sessi sem stærsta útflytjanda raforku í Evrópu. Innherji 12.1.2023 16:05
Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna. Innherji 11.1.2023 13:14
Opna á fjölgun kjarnorkuvera í Svíþjóð Ríkisstjórn Svíþjóðar kynnti í morgun fyrirhugaðar breytingar á regluverki sem gætu leitt til bæði fjölgunar og stækkunar kjarnorkuvera í landinu. Erlent 11.1.2023 11:26
Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Innlent 9.1.2023 08:02
Elísabet Jökulsdóttir fékk nýra Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir er komin með nýtt nýra. Í byrjun síðasta árs var hún komin á lokastig nýrnabilunar. Innlent 8.1.2023 10:53
Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02
Tvær sprengingar í Stokkhólmi í nótt Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt. Erlent 2.1.2023 06:21
Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Erlent 1.1.2023 23:34
Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Erlent 16.12.2022 14:37
Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Fótbolti 13.12.2022 17:00
Dæmdur fyrir morðið í Visby og skipulagningu hryðjuverkaárásar Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í morgun hinn 33 ára Theodor Engström fyrir morð á konu á sjötugsaldri á götu úti í Visby á Gotlandi í sumar og skipulagningu hryðjuverkaárásar. Erlent 6.12.2022 10:23
Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Erlent 28.11.2022 12:41
Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Erlent 26.11.2022 12:45
„Íshokkíkóngurinn“ er látinn Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn. Sport 24.11.2022 18:37
Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. Erlent 22.11.2022 15:29