Samfylkingin

Fréttamynd

Á ferð um Norðvestur­kjör­dæmi

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­festum félags­miðstöðvar

Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur

Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Lífið
Fréttamynd

Ykkar full­trúar

Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi. Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja.

Skoðun
Fréttamynd

„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“

„Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun deyja á þessari hæð“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legt tæki­færi

Framundan er sögulegt tækifæri til breytinga til hins betra á Íslandi. Á laugardaginn gengur þjóðin að kjörborðinu og tekur ákvörðun um hvernig landinu verður stýrt næstu árin. Þessar kosningar munu snúast um það hvaða flokkur er líklegastur til að tryggja að alvöru breytingar verði gerðar.

Skoðun
Fréttamynd

Kosið um stefnu

Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum breytingar í mál­efnum eldri borgara

Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú að velja milli Sam­fylkingar og Við­reisnar?

Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur?

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legt tæki­færi til breytinga með Sam­fylkingunni

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar

Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég gef kost á mér sem rödd launa­fólks á Al­þingi

Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum breytingar – fyrir börnin

Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upp­haf – í þjónustu við þjóðina

Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfnum leikinn á laugar­daginn

Ísland er um margt gott samfélag en í grundvallartriðum stendur það öðrum Norðurlöndum að baki. Þegar kemur að nýtingu auðlinda og afli velferðarkerfisins skilur á milli Íslands og annarra norrænna ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin hafnar einka­væðingu í skóla­kerfinu

Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær á toppnum

Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju kýs ég Sam­fylkinguna?

Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum.

Skoðun