Hafnarfjörður

Fréttamynd

Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“

Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“

Skoðun
Fréttamynd

Alelda bíll í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

„Mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf“

„Báðir foreldrar mínir eru tónlistarfólk og því er þetta bæði í blóðinu og ég uppalin við mikla tónlist. Ég man ekki hvenær það byrjaði en það hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Þegar mamma var ólétt sagðist hún vita að ég myndi heita Hildur og að ég yrði sellóleikari,“ segir Hildur Guðnadóttir.

Lífið
Fréttamynd

Ógnaði manni með skærum í Kópavogi

Alls voru níutíu mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Sex voru jafnframt vistaðir í fangaklefum samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á og rændu skutlara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Innlent
Fréttamynd

Flytja höfuð­stöðvarnar frá Naut­hóls­vegi á Flug­velli

Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í gámi í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ruslatunnu eða gámi í hverfi 221 í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í ruslatunnu sem brann til kaldra kola

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sex leytið í kvöld vegna elds í ruslatunnu við Einivelli í Hafnarfirði. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem fréttastofu barst af atvikinu logaði töluverður eldur í tunnunni sem var farin að fjúka til. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var kveikt í tunnunni með vítissprengju eða skoteld.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið

Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­opnun leik­skóla í Hafnar­firði

Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Þarna var nýbúið að taka fram úr mér“

Honum Úlfari Snæ Arnarsyni brá nokkuð í brún þegar hann mætti jepplingi ekið á móti umferð á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði í gær. Úlfar telur líklegt að ökumaður bílsins hafi ruglast í ríminu og að hann hafi ekki áttað sig á mistökunum, miðað við hraðann sem hann var á.

Innlent
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent