Reykjavík

Fréttamynd

Fimm á slysa­deild eftir að eldur kom upp

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið

Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin

Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Ný göngu- og hjóla­brú við Breið­holts­braut

Vonir standa til að ný göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og Breiðholtsbraut verði tekin til notkunar sumarið 2023, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Nýja brúin verður staðsett um 200 metra neðan við núverandi brú og verður lágreist trébrú með aðskildum göngu- og hjólastígum.

Innlent
Fréttamynd

Form­legar meiri­hluta­við­ræður hefjast í Reykja­vík í dag

Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins

Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 

Lífið
Fréttamynd

Við­reisn hafi að­komu frá hægri í meiri­hluta­við­ræðunum

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokanir vinstri­flokka hafi komið í veg fyrir við­ræður til vinstri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 

Innlent
Fréttamynd

Vig­dís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri

Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Segir Hildi að líta í eigin barm

Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum.

Innlent