Reykjavík

Fréttamynd

Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill sinu­bruni­ við Korp­úlfs­staðaveg

Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa kveikt í bíl

Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á ó­sannindum um borgar­stjóra

Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Segir mynd­bandið hafa fært til mörkin í ís­lenskri pólitík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um líkams­á­rás og vopna­laga­brot

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

VG fordæmir skotárásirnar

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.

Innlent
Fréttamynd

204 brautskráðir frá HR

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við tíu hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag. Vegna samkomutakmarkanna var hátíðinni skipt upp í minni athafnir þar sem að hámarki tuttugu voru brautskráðir í hverri athöfn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar á Vetrar­garði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal

Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð

„Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“

„Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar.

Innlent