
Stykkishólmur

Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið
Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið.

Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir
Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna.

Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna
Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna.

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Nýtt nafn komið á sameinaða sveitarfélagið
Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær.

Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna
Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi.

Nýr framkvæmdastjóri Sæferða kynntur til leiks
Nýr framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi hefur verið ráðinn en það er hún Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Jóhanna tekur við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2015.

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins
Haldið var áfram að fjalla um byggingu á heljarinnar sumarhúsi í Gulla byggi á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlend hjón festu kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi á sínum tíma.

Reisa 270 fermetra sumarhús við Stykkishólm
Fjallað var um heljarinnar sumarhús í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlend hjón festu kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi.

Grettir Sterki mættur til Stykkishólms
Dráttarbáturinn Grettir Sterki er kominn til Stykkishólms. Báturinn er í leigu hjá Vegagerðinni, Sæferðum og Stykkishólmsbæ en Sæferðir sjá um að manna bátinn.

Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð
Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi
Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina.

Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi
Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma.

Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja
Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.

Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“
Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi.

Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi
Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi.

Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm
Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi.

Hressar sjósundskonur í Stykkishólmi
Þær kalla ekki allt ömmu sína hópur kvenna í Stykkishólmi, sem fer saman í sjósund nokkrum sinnum í viku. Næsta verkefni þeirra er að byggja upp saunabað við aðstöðuna sína.

Bullandi frjósemi í Stykkishólmi
Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn.

Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður
Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra.

Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista
H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær.

Jakob Björgvin aftur sveitarstjóraefni í Stykkishólmi og Helgafellssveit
Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar er bæjar- og sveitarstjóraefni H-listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýsameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær
Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.

Sameining samþykkt við Breiðafjörð
Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag
Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin.

„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“
Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku.

Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf
Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins.

Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll
Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing.