
Jafnréttismál

Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið
Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld.

Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða
Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna.

Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst
Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp.

Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu
Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið.

Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru?
„Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi.

Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower
Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Mótmælt í Hörpu: Sólveig Anna sögð grafa undan erlendum konum á vinnumarkaði
Hópur erlendra kvenna mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur á jafnréttisþingi í morgun og gekk út undir ræðu hennar. Þær segja hana seka um að grafa undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gefa henni rauða spjalið.

Bein útsending: Erlendar konur á vinnumarkaði í brennidepli á Jafnréttisþingi
Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal ráðherra boða til jafnréttisþings á tveggja ára fresti þar sem fjalla skal um jafnrétti kynjanna.

Kvennafrídagurinn – innblástur til breytinga
Í dag er Kvennafrídagurinn og þó að orðið sjálft hljómi eins og dásamlegt frí fyrir konur með heitri sól, hvítum ströndum og tilheyrandi tásumyndum er raunin hins vegar ekki sú. Kvennafrí er ákall um samstöðu og breytingar, áminning um að á vinnumarkaðnum viðgengst kynbundið (launa)misrétti sem lengi hefur fengið að þrífast, sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum.

Konur á afsláttarkjörum?
Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn.

Vissuð þið þetta?
Vissu þið, að konur eru um 50% Íslendinga? Vissu þið að um 90% þeirra sem stjórna kauphallarfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum, orkufyrirtækjum og lánasjóða á Íslandi eru karlar? Vissu þið að um 75% stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum eru karlar?

Það munar um minna
Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir.

Konur! Hættum að vinna ókeypis!
Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975.

Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna
Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út.

Enginn launamunur kynjanna hjá Sveitarfélaginu Árborg
Í fyrsta skipti í sögu Sveitarfélagsins Árborgar er nú engin launamunur á milli kynjanna hjá þeim þúsund starfsmönnum, sem vinna hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segist verða gríðarlega stoltur af þessu árangri.

Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana
Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins.

Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran
Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum.

Bein útsending: Maður, manneskja, man eða menni?
Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu.

Verða konur fyrir fordómum í heilbrigðiskerfinu?
Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Íslenskar konur í hættu á að heltast úr lestinni
Ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Deloitte leiðir í ljós að Ísland virðist vera að standa í stað á undanförnum árum þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu. Einn af meðeigendum Deloitte á Íslandi segir það hafa komið sér á óvart að sum lönd, sem við höfum hingað til talið okkur standa framar í þessum efnum, vera með jafnari kynjahlutföll en um 30 til 35 prósent stjórnarmanna í íslenskum félögum eru konur.

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands
Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar
Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni.

Veittu 76 viðurkenningu og reistu jafn mörg tré í Heiðmörk
Alls hlutu 59 fyrirtæki, sex sveitarfélög og ellefu opinberir aðilar viðurkenningu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun á vegum Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls Félags kvenna í atvinnulífinu, í gær. Konur eru 24 prósent framkvæmdastjóra hér á landi og hefur fjölgað lítið undanfarin ár.

Segist ætla að efla rétt kvenna með því að leggja jafnréttisráðuneytið niður
Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur varið þá ákvörðun sína að leggja niður jafnréttismálaráðuneyti landsins. Heldur forsetinn því fram að ákvörðunin muni í raun verða til þess að efla réttindi kvenna.

Hafðu hátt, taktu pláss… en ekki vera hávær frekja!
Kæra kona, ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér!

Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti?
Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023.

„Meira þarf til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR“
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna mikillar umræðu í kringum kvennalið KR síðustu daga. Samtökin verða í samskiptum við stjórn félagsins sem og Alvotech, meginstyrktaraðila félagsins.

„Gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur“
Ung kona í málaraiðnnámi segist finna fyrir fordómum þegar hún fer að kaupa málningu. Þrátt fyrir töluverða fjölgun kvenna í iðngreinum telur hún aðeins hægt að uppræta fordóma með enn frekari fjölgun.

Ísland best í heimi?
Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd.