
Sundlaugar og baðlón

Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa
Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig.

Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur.

Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni
Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið.

Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu
Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón.

Sundlaugin mjög illa farin
Sundlaugin á Stokkseyri er mjög illa farin og er ljóst að ráðast þarf í umfangsmiklar viðferðir á kari laugarinnar. Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar
Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis.

Sundlaugin lekur
Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna.

Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug
Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu.

Borgarstjóri vígði nýja rennibraut
Borgarstjóri, afmælisbörn úr Dalsskóla og fleiri nemendur vígðu í dag nýjar vatnsrennibrautir við Dalslaug í Úlfarársdal.

28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Selfossi
Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi.

Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni
Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Vel undirbúin fari að gjósa
Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps við Breiðholtslaug
Maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað við Breiðholtslaug árið 2021.

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn
Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag.

Breyting í Laugardalslaug sem gleðja muni foreldra
Forstöðumaður Laugardalslaugar hlakkar til að taka á móti gestum aftur um helgina eftir nokkura vikna lokun. Búið er að stórbæta laugina, og öryggi og þá geta foreldrar barna glaðst yfir því að barnalaugin verður heitari en hún hefur verið áður.

Taka ekki á móti konum eða kvárum í sund „af öryggisástæðum“
Sundlaug Selfoss mun ekki leyfa konum og kvárum að fara í sund næsta þriðjudag, 24. október, þegar allsherjarverkfall kvenna og kvára stendur yfir.

Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag
Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að.

Ákærður fyrir að káfa á konu í sundi
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað í sundlaug.

Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist.

Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast.

Fresta opnun Laugardalslaugar
Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var.

Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur
Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri.

Veiga stígur fram vegna orðróms um „karlmanninn í kvennaklefanum“
Trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust hefur nú stigið fram og greint frá því að sögusagnir um karlmann sem á að hafa nýtt sér kvennaklefa Grafarvogslaugar séu uppspuni byggður á hatri.

„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“
David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á.

Laugin tóm í tvær vikur
Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera.

Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds
Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald.

Loka sundlaugum vegna netbilunar
Forsvarsmenn Árbæjarlaugar hafa tilkynnt að búið sé að loka sundlauginni þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta vegna netbilunar hjá Reykjavíkurborg. Þá er einnig búið að loka Vesturbæjarlaug.

Skertur opnunartími sundlauga í Árborg tekur gildi
Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum.

Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug
Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Vel nýttur þyrlupallur við Skógarböðin
Falinn þyrlupallur við Skógarböðin hefur verið vel nýttur síðan böðin voru opnuð fyrir rúmu ári. Stofnandi baðanna segir suma vilja komast í böðin án þess að sjást.