Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Fullur salur af lög­­mönnum á hár­beittum ein­­leik

„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 

Lífið
Fréttamynd

Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúp­dóttur

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði vin­konu sinni

Márcio José Caetano Vieira var í Landsrétti í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga kunningjakonu sinni fyrir fjórum árum. Landsréttur þyngdi dóminn um sex mánuði. Hann þarf að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Márcio breytti framburði sínum verulega fyrir dómi og þótti ótrúverðugur í frásögn sinni.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent
Fréttamynd

Lögreglukonur á­reittar af sam­starfs­mönnum en karlarnir af konum úti í bæ

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaðir í hópnauðgunarmáli

Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Með hreina sam­visku gagn­vart Kvöld­stund með Heiðari snyrti

Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

Hagur brota­þola ekki á blaði

Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri en einn leitað til Stíga­móta vegna séra Frið­riks

Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 

Innlent
Fréttamynd

Segir séra Frið­rik hafa leitað á dreng og káfað á honum

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af káfi í bú­staðar­ferð þar sem var orð gegn orði

Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. 

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um nauðgun á gangstétt

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun sem átti sér stað um nótt árið 2021. Málið verður til umfjöllunar í Héraðsdómi Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Elsku strákar

Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun
Fréttamynd

Agnes ætlar með málið fyrir dóm

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum.

Innlent