Valur

Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir
Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi.

„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“
Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna.

„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur
Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 19-28 | Valur í bikarúrslit eftir níu marka sigur
Valur valtaði yfir Hauka og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir það tók Valur yfir leikinn og voru úrslitin ráðin í hálfleik þar sem Valur var sjö mörkum yfir.Haukar áttu aldrei möguleika í seinni hálfleik og Valur vann á endanum 19-28.

Ágúst: Starfið á Hliðarenda í kvennaboltanum er frábært
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með níu marka sigur á Haukum 19-28 í undanúrslitum Powerade-bikarsins.

Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin
Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn.

Valur fær Kana sem spilaði í Danmörku og ungan KR-ing
Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur.

„Munum þétta raðirnar og hjálpast að við að fylla hennar skarð“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur haft nóg að gera síðustu vikur en lið hans mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Liðið verður þar án Söru Sifjar Helgadóttur sem leikur líklega ekki meira á leiktíðinni.

Tímabilið líklega búið hjá Söru Sif
Meiðsli Valsmarkvaðarins Söru Sifjar Helgadóttur eru væntanlega það alvarleg að hún verður ekki meira með á leiktíðinni.

„Það yrði skelfilegt fyrir Val að missa hana út“
Valskonur gætu verið að missa út sinn besta markvörð eftir að Sara Sif Helgadóttir meiddist í leik liðsins á móti Stjörnunni um helgina.

Valskonur á sigurbraut og Óskar Örn með tvennu
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í fótbolta í dag þar sem Valskonur unnu góðan sigur á FH á meðan Grindvíkingar lögðu Vestra að velli karlamegin.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur
Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag.

„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“
Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær.

„Finnur vill að ég skjóti“
Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík
Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð.

„Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér“
Haukakonan Ragnheiður Sveinsdóttir var gestur í Kvennakastinu hjá Sigurlaugu Rúnarsdóttur og ræddi meðal annars þann tíma þegar hún skipti óvænt yfir í Val á miðju tímabili.

Sigrar hjá Njarðvík og Val
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR.

ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða
Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins.

Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér
Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins.

Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“
Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti.

Hópferð á leik Vals í Göppingen – „gætu verið að skrifa söguna“
„Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta.

Draumur að þjálfa landsliðið en umræðan fullhávær
„Það er heiður að vera orðaður við þetta starf,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari meistaraliðs Vals í handbolta, sem ítrekað hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari karla.

Arnór kallaður inn í A-landsliðið
Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið fyrir leiki íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Sandra hlóð í þrennu gegn Íslandsmeisturunum | Blikar völtuðu yfir Aftureldingu
Sandra María Jessen skoraði þrennu fyrir Þór/KA er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Birta Georgsdóttir einnig þrennu fyrir Breiðablik sem vann vægast sagt öruggan sigur gegn Aftureldingu, lokatölur 7-0.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda
Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21.

„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“
Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld.

Geta unnið tuttugasta heimaleikinn í röð á Íslandsmótinu í kvöld
Valsmenn geta orðið deildarmeistarar í kvöld þegar þeir fá Gróttu í heimsókn á Hlíðarenda og gengi liðsins í Origo höllinni síðustu mánuði segir okkur að það séu miklar líkur á heimasigri.

Sandra leggur skóna á hilluna
Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag.

Geta orðið fljótastir að vinna deildarmeistaratitilinn í 24 ár
Valsmenn geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sigri á Gróttu á Hlíðarenda í kvöld.