Valur

Fréttamynd

Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni

„Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Valur 98-89 | Annar sigur Þórs í röð

Þórsarar voru í góðu færi á að tengja tvo sigurleiki saman þegar Valsmenn komu í heimsókn í Höllina í dag. Leikurinn var nánast á messutíma, eða kl. 15.30 vegna hagræðis fyrir aðkomuliðið að komast fram og til baka með flugi. Í stuttu máli var ljóst strax í upphafi að Þórsarar ætluðu að keyra upp hraðann og baráttuna í vörninni og sigur þeirra var mjög sanngjarn 98-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Dramatískt jafn­tefli í Kórnum

HK og Valur gerðu dramatískt jafntefli, 32-32, er liðin mættust í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í dag. Bæði lið fengu tækifæri undir lok leiksins til að vinna.

Handbolti