
Stjarnan

Afturelding vann Stjörnuna með minnsta mun
Afturelding vann Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 29-28.

„Gríðarlega gott að taka þrjú stig af Val“
Stjarnan sótti þrjú stig gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals fyrr í kvöld. Leiknum leik með 1-0 sigri í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar.

Umfjöllun: Haukar - Stjarnan 27-19 | Fyrsti sigur Hauka kominn í hús
Haukar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn. Það var jafnt í hálfleik en heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu átta marka sigur 27-19.


Íslandsmeistarnir byrjuðu á sigri í Garðabæ
Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik 1. umferðar Olís deildar karla í kvöld. Eftir að hafa verið í vandræðum í fyrri hálfleik var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik sem skilaði sannfærandi sigri.

Elín Klara skoraði tíu mörk í sigri Hauka
Haukar unnu tveggja marka útisigur gegn Stjörnunni 26-28 í 1. umferð Olís deildar kvenna.

Sigur hjá Stjörnunni eftir maraþonleik og vítaspyrnur
Stjarnan vann sigur á Sturm Graz í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir framlengdan leik og vítakeppni. Úrslit réðust ekki fyrr en í níundu umferð vítaspyrnukeppninnar.

Varnir Stjörnukvenna brustu í seinni hálfleik
Stjarnan á ekki möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þetta var ljóst eftir 4-0 tap fyrir Levante frá Spáni í dag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 3-0 | Stjarnan í efri hlutann en Keflvíkingar berjast við falldrauginn
Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í efri hluta Bestu deildar karla í dag 3-0 með sigri á Keflavík.

Í beinni: Stjarnan - Keflavík | 147 dagar síðan gestirnir unnu deildarleik
Stjarnan tekur á móti Keflavík í 22. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Það eru komnir 147 dagar síðan gestirnir, sem sitja á botni deildarinnar, unnu deildarleik en það gerðist í 1. umferð. Leikurinn hefst kl. 14.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Andrea Mist: Maður gerir bara það sem maður er góður í
Andrea Mist Pálsdóttir var maður leiksins í kvöld þegar Stjarnan vann FH í fyrstu umferð umspils Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikar enduðu 3-2 fyrir Stjörnuna og koma Andrea að öllum mörkunum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri
Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt.

Með háleit markmið þrátt fyrir mun yngri hóp en á síðustu leiktíð
Það hafa orðið miklar breytingar á liði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta fyrir komandi tímabil. Stefnt er að því að byggja upp á ungum og efnilegum Stjörnumönnum.

Bestu mörkin: Sofandi Stjörnukonur vöknuðu loksins eftir Verslunarmannahelgi
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Stjörnunni var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, en liðið var langt frá því að standa undir væntingum framan af sumri.

Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 3-0 | Frábær innkoma Andreu Mistar innsiglaði sigur Stjörnunnar
Stjarnan bar sigur úr býtum, 3-0, þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabæinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Eftir þessa umferð verður deildinni tvískipt í efri hluta og neðri hluta. Sex efstu liðin fara í efri hlutann og fjögur neðstu berjast um að forðast fall úr deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 2-1 | Dramatíkin allsráðandi á Akureyri
KA vann dramatískan 2-1 heimasigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Akureyri í dag. Stjarnan misnotaði víti í stöðunni 1-1 og einum færri tókst KA að knýja fram sigur.

„Ég vil helst spila 11 á móti 11“
„Þetta var alvöru leikur og alvöru spenna. Ég er gríðarlega ánægður með strákana,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan sigur á Stjörnunni á Akureyri í dag. Lokastaða 2-1.

Sjáðu Emil Atla skjóta niður KR-inga
Stjörnumenn fögnuðu fimm hundraðasta leik Daníels Laxdal í gær með flottum 3-1 sigri á KR-ingum í Garðabænum. Öll mörkin úr leiknum eru nú aðgengileg á Vísi.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 3-1 | Emil Atla með þrennu í tímamótaleik Daníels Laxdal
Stjörnumenn unnu KR nokkuð sannfærandi í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Daníel Laxdal var maður kvöldsins fyrirfram en Emil Atlason stal þrumunni með þrennu. Mjög fagmannleg frammistaða hjá Stjörnunni sem taka völdin í kapphlaupinu um fjórða sætið í deildinni.

Daníel Laxdal: Það tók bara smá tíma að koma á „Jöllaball“
„Mjög sáttur með sigurinn í kvöld“, sagði 500 leikja maðurinn Daníel Laxdal við Stöð 2 Sport eftir sigur Stjörnumanna gegn KR. Leikurinn var í 20. umferð Bestu deildar karla og skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um fjórða sætið. Daníel steig ekki feilspor í varnarlínunni hjá heimamönnum og stýrði liðinu til sigurs.

Fimm hundraðasti meistaraflokksleikur Daníels í kvöld
Daníel Laxdal spilar í kvöld meistaraflokksleik númer fimm hundruð fyrir Stjörnuna en hann er langleikjahæsti leikmaður félagsins.

Mikilvæg mörk í Bestu deild kvenna í gær: Sjáðu þau öll
Stjarnan, Keflavík, Valur og Þór/KA fögnuðu öll sigri í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.

„Tók meðvitaða ákvörðun um að vera rólegasti maðurinn á bekknum“
Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH þar sem Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði sigurmarkið. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 0-1 | Stjarnan hafði betur í Krikanum
Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH í Krikanum. Leikurinn var ansi lokaður og liðin sköpuðu fá færi. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér
Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 4-2 | Blikar bitu frá sér í lokin
Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri.

„Ég var búin að æfa þetta með Jasmín í vetur“
Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp tvö mörk fyrir Stjörnuna er liðið vann mikilvægan 4-2 sigur gegn Breiðablik í kvöld.Hún segist sérstaklega ánægð með seinni stoðsendinguna.

Emil búinn að missa þrennuna aftur
Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt þrennunni ekki lengi því staðfest leikskýrsla á heimasíðu KSÍ hefur nú verið uppfærð.

Erlendur dómari gaf Emil þrennuna: Sjáðu mörkin
Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt að hann hefði ekki fengið þrennuna skráða í 4-0 sigri Stjörnunnar á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í Árbæ í gærkvöldi en dómarar leiksins ákváðu eftir allt saman að skrá þrjú mörk á hann.

Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna.