Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna

Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður"

Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi Tómasson: Þetta var rothögg

Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

„Það er enginn að verja Ingvar“

Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn