
Íþróttir barna

Uppbygging hjá KR meðal stærri áfanga í sögu félagsins
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður íþróttafélagsins KR, undirrituðu í hádeginu samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. Meðal annars á að byggja fjölnota knatthús ásamt því að heildarskipulagi KR-svæðisins á að breyta.

Lókal er leiðin
Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs.

Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi
Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann.

Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur
Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur.

Sex þjálfarar hjá Víkingi komnir í sóttkví
Sex þjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi eru komnir í sóttkví, þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum Jörfa þar sem upp kom hópsmit.

Bein útsending: Eru íþróttir barna orðnar að keppni fullorðinna?
Sveinn Þorgeirsson, sérfræðingur við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.

Vilja safna milljarði fyrir húsi handa Aþenu
Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar í körfuboltaliði Aþenu komu að læstum dyrum víðast hvar í Reykjavík áður en þau fengu æfingaaðstöðu á Kjalarnesi. Nú vilja þau kaupa húsnæði fyrir einn milljarð króna.

Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“
„Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla.

„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“
„Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins.

Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls
Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst
Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag.

Opnuðu hótelið fyrirvaralaust fyrir veðurteppta fótboltakrakka og foreldra á leið norður
Mikill fjöldi fótboltakrakka og foreldrar þeirra fengu óvænt inni á Hótel Laugarbakka eftir að þjóðveginum var lokað í Húnavatnssýslum vegna veðurs í gær. Krakkarnir eru á leið á Goðamótið á Akureyri.

Í fjögurra leikja bann fyrir tilraun til að fella barn
Szymon Eugieniusz Nabakowski, fyrrverandi þjálfari í yngri flokkum Skallagríms í körfubolta, var úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks sem leiddi til þess að hann hætti þjálfun hjá félaginu.

Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.

„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“
„Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag.

Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst
Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars.

Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR
Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur.

Afreksvæðingin geti leitt til kvíða og sálrænna vandamála
Fræðimenn í íþrótta- og félagsfræðum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um heimildarmyndina Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil undanfarna daga en myndin var frumsýnd fyrir rúmlega viku síðan og hafa fræðimenn lýst yfir efasemdum um ágæti hennar.

„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“
Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu.

Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna
Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna.

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans
Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna
„Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum.

Leikar í skugga Covid
Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna fer yfir stöðu mála á tímum farsóttar.

Birta hjá ÍBR: Vill fá ofbeldið upp á yfirborðið
Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, verður ásamt fleirum með erindi á ráðstefnunni „Íþróttir fyrir alla“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudaginn 4. febrúar.

Er sjálfboðaliðinn að deyja út?
Margrét Valdimarsdóttir veltir því fyrir sér hvað varð um hina ómissandi sjálfboðaliða sem hafa verið og eru svo mikilvægir.

250 milljónir í nýtt grasæfingasvæði Fram í Úlfarsárdal
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir vegna nýs grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir með vökvunarkerfi, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 250 milljónir króna.

Ráðist verður í aðgerðir til að hjálpa íþrótta- og æskulýðsstarfi | Myndband
Greint var frá því í dag að ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem hefur raskast vegna kórónufaraldursins.

„Við erum framtíðin“
Ungt körfuboltafólk hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að bæði eldra og yngra fólk megi nú æfa íþróttir sínar en ekki þau.

Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta
Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir.