Spænski boltinn

Fréttamynd

Arftaki Filipe Luis kominn

Atletico Madrid gekk í gærkvöldi frá kaupunum á vinstri bakverðinum Guilherme Siqueira frá Granada. Núverandi vinstri bakvörður liðsins, Filipe Luis, hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema vill Pogba til Real Madrid

Karim Benzema framherji Real Madrid vill að félagi sinn í franska landsliðinu í fótbolta, Paul Pogba, gangi til liðs við Real Madrid í sumar en miðjumaðurinn ungi er mjög eftirsóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill fá Koke

Barcelona má versla í sumar og félagið ætlar heldur betur að nýta sér það enda gæti verið lokað á félagaskipti hjá félaginu síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool bauð í Moreno

Times, Sky Sports og fleiri fjölmiðlar í Englandi fullyrða að Liverpool hafi lagt fram tilboð í Alberto Moreno, vinstri bakvörð hjá Sevilla á Spáni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bale getur bætt sig

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid telur að Gareth Bale geti spilað enn betur á næsta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal hefur forkaupsrétt á Fabregas

Ensku miðlarnir hafa í dag slúðrað um möguleg kaup Arsenal á spænska landsliðsmanninum Cesc Fabregas og Daily Mirror slær því upp að ensku bikarmeistararnir hafi áhuga á því að kaupa Cesc aftur frá Barcelona.

Enski boltinn
Fréttamynd

Martino hættur með Barcelona

Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Courtios: Frábært hvernig við komum til baka

Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi.

Fótbolti
Fréttamynd

Morata með tvö mörk í sigri Real Madrid

Real Madrid bar sigurorð af Espanyol í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur urðu 3-1, Real Madrid í vil. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið, en eftir úrslit síðustu umferðar var ljóst að Madrid ætti ekki lengur möguleika á Spánarmeistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn

Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Barcelona á skilið að verða meistari

Xavi, fyrirliði Barcelona-liðsins, telur að liðið hafi unnið sér það inn í vetur að vinna spænska meistaratitilinn um næstu helgi. Það hefur ýmislegt gengið á þessu tímabili en Barca á samt möguleika á því að vinna sinn fimmta titil á sex árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Púðurskot hjá Barcelona

Barcelona missteig sig í kvöld er það náði ekki að skora gegn Elche sem var að berjast fyrir lífi sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona á samt enn möguleika á titlinum.

Fótbolti