Skimun fyrir krabbameini

Fréttamynd

Mikil­vægt að skoða hvort konur treysti heil­brigðis­kerfinu fyrir krabba­meins­skimunum

Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. 

Innlent
Fréttamynd

Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu

Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið.

Innlent
Fréttamynd

Lífinu snúið á hvolf við krabba­meins­greiningu

Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið er núna: Myndaveisla frá helginni

Kraftur stóð fyrir risa perluviðburði í Hörpu þann 22. maí þar sem þátttakendur perluðu af fullum krafti armbönd sem á stendur „Lífið er núna“ og eru seld til styrktar félagsins.

Lífið
Fréttamynd

Víti til varnaðar – á­fram stelpur!

Þann 1. janúar 2021 tóku Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, heilsugæslan og embætti landlæknis við umsjón og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana

Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því.

Lífið
Fréttamynd

Hvað er HPV?

Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining.

Skoðun
Fréttamynd

Ljós­mynda­sýningu ætlað að hvetja konur í leg­háls­skimun

Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Innlent
Fréttamynd

Er komið að skimun hjá þér?

Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi kvenna í ó­stöðugu heil­brigðis­kerfi

Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans

Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Biðtími krabbameinssjúklinga lengist

Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga

Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert.

Innlent