Harpa Sýndarveruleikakappakstur og tæknilegt slím UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. Lífið 3.2.2024 20:58 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. Lífið 24.1.2024 13:16 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. Lífið 24.1.2024 10:35 GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ Gagnrýni 21.11.2023 09:00 Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. Innlent 19.11.2023 23:26 „Saman erum við náttúruafl“ Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Lífið 14.11.2023 18:00 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Innlent 13.11.2023 11:29 Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum. Gagnrýni 17.10.2023 07:31 Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. Innlent 13.10.2023 23:44 Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Lífið 8.10.2023 10:57 Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29.9.2023 14:34 Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27 Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 27.9.2023 20:48 Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. Innlent 23.9.2023 06:00 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. Lífið 14.9.2023 23:19 Stórtónleikar Magga Kjartans í Eldborg Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. Lífið 11.9.2023 20:00 Lítill drengur, stór listamaður Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli. Gagnrýni 11.9.2023 09:48 Húsfyllir í Hörpu þegar vinsælustu hlaðvarpstjörnur landsins stigu á svið Hlaðvarpsstjörnurnar Tinna Björk Kristinsdóttir, Tryggvi Freyr Torfason og Ingólfur Grétarsson hafa síðastliðin fimm ár haldið úti hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Í tilefni tímamótanna efndu þau til viðburðar í Hörpu sem seldist upp á mettíma. Lífið 29.8.2023 20:11 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. Atvinnulíf 8.7.2023 10:00 Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Lífið 6.7.2023 17:21 Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina. Tónlist 15.6.2023 22:05 Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24.5.2023 14:02 Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bílar 20.5.2023 19:36 Vaktin: Katrín segir þátttökuna í tjónaskránni framar vonum Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á síðari degi leiðtogafundar Evrópuráðsins. Innlent 17.5.2023 07:33 Fyrsti dagur leiðtogafundar í Hörpu í myndum Fyrsti leiðtogafundur Evrópuráðsins síðan 2005, stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Reykjavík, fór af stað í borginni í dag. Innlent 16.5.2023 23:35 Bein útsending: Þjóðarleiðtogar mæta hver á fætur öðrum í Hörpu Leiðtogar og háttsettir gestir Reykjavíkurfundarins mæta til Hörpu á milli 16:15 og 17:30 í dag. Vísir verður með beint streymi frá komu þeirra. Innlent 16.5.2023 16:07 Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. Innlent 16.5.2023 07:57 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. Innlent 15.5.2023 23:15 „Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Innlent 15.5.2023 12:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Sýndarveruleikakappakstur og tæknilegt slím UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. Lífið 3.2.2024 20:58
Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. Lífið 24.1.2024 13:16
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. Lífið 24.1.2024 10:35
GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ Gagnrýni 21.11.2023 09:00
Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. Innlent 19.11.2023 23:26
„Saman erum við náttúruafl“ Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Lífið 14.11.2023 18:00
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Innlent 13.11.2023 11:29
Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum. Gagnrýni 17.10.2023 07:31
Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. Innlent 13.10.2023 23:44
Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Lífið 8.10.2023 10:57
Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29.9.2023 14:34
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 27.9.2023 20:48
Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. Innlent 23.9.2023 06:00
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. Lífið 14.9.2023 23:19
Stórtónleikar Magga Kjartans í Eldborg Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. Lífið 11.9.2023 20:00
Lítill drengur, stór listamaður Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli. Gagnrýni 11.9.2023 09:48
Húsfyllir í Hörpu þegar vinsælustu hlaðvarpstjörnur landsins stigu á svið Hlaðvarpsstjörnurnar Tinna Björk Kristinsdóttir, Tryggvi Freyr Torfason og Ingólfur Grétarsson hafa síðastliðin fimm ár haldið úti hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Í tilefni tímamótanna efndu þau til viðburðar í Hörpu sem seldist upp á mettíma. Lífið 29.8.2023 20:11
Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. Atvinnulíf 8.7.2023 10:00
Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Lífið 6.7.2023 17:21
Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina. Tónlist 15.6.2023 22:05
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24.5.2023 14:02
Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bílar 20.5.2023 19:36
Vaktin: Katrín segir þátttökuna í tjónaskránni framar vonum Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á síðari degi leiðtogafundar Evrópuráðsins. Innlent 17.5.2023 07:33
Fyrsti dagur leiðtogafundar í Hörpu í myndum Fyrsti leiðtogafundur Evrópuráðsins síðan 2005, stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Reykjavík, fór af stað í borginni í dag. Innlent 16.5.2023 23:35
Bein útsending: Þjóðarleiðtogar mæta hver á fætur öðrum í Hörpu Leiðtogar og háttsettir gestir Reykjavíkurfundarins mæta til Hörpu á milli 16:15 og 17:30 í dag. Vísir verður með beint streymi frá komu þeirra. Innlent 16.5.2023 16:07
Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. Innlent 16.5.2023 07:57
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. Innlent 15.5.2023 23:15
„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Innlent 15.5.2023 12:42