

Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24.
Það voru ljótar senur í leik Frakklands og Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í gær en bæði liðin eru með íslenska liðinu í milliriðli og leikurinn fór fram á undan leik íslenska liðsins.
Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins.
Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta.
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri.
Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu.
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi á EM í handbolta í gær þar sem lokatölur voru 26-24.
Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott.
„Mjög svekktur, fannst við eiga skilið að vinna þennan leik ef ég á að vera hreinskilinn. Spiluðum góða vörn, fórum með stór færi en fannst við spila vel,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt tap Íslands gegn Þýskalandi á EM í handbolta.
Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta var nálægt því að fá eitthvað út úr leik á móti heimamönnum Þýskalands í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Á endanum unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur, 26-24, sem voru grátleg úrslit eftir frábæra baráttu íslenska liðsins.
„Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta.
Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ákveðið að hafa þá Einar Þorstein Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps gegn Þýskalandi í kvöld.
Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta glímir við þýsku strákana hans Alfreðs Gíslasonar í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta í kvöld.
Háskólinn í Reykjavík bauð til HR stofu í tengslum við EM í handbolta. Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, hefur gert nýtt spálíkan fyrir mótið sem tekur tillit til úrslita í riðlunum. Hann fór yfir spálíkanið og skoðaði einnig möguleika íslenska landsliðsins á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna.
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn.
Ómar Ingi Magnússon vonast eftir að fyrsti „heili, góði“ leikur Íslands á EM í handbolta komi í kvöld, í „geggjaðri“ stemningu í Lanxess-höllinni í Köln þar sem Ísland mætir Þjóðverjum.
Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson eru líkt og íslenska landsliðið mættir í snjókomuna í Köln eftir langa lestarferð frá München í gær. Fram undan er risaleikur við Þjóðverja í kvöld.
„Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu.
„Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld.
Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er loksins lent í Köln eftir fimm og hálfs klukkutíma lestarferð, sem tafðist um klukkustund vegna veðurs.
Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar.
Það var ekki hátt risið á Henry Birgi Gunnarssyni og Sindra Sverrissyni er þeir gerðu upp leikinn skelfilega gegn Ungverjum.
Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta.