HM félagsliða í fótbolta 2025

Fréttamynd

Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG

Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé fluttur á sjúkra­hús

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé var flutt á sjúkrahús vegna bráðatilfellis eftir að hafa sýnt einkenni maga- og garnabólgu (e. gastroenteritis).

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vil líka skora mörk“

Liam Delap spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær þegar liðið mætti LAFC í HM félagsliða. Delap lagði upp seinna markið í leiknum en hann segist spenntur fyrir samkeppninni um byrjunarliðssæti við Nicolas Jackson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vellirnir hálftómir á HM fé­lags­liða

Heimsmeistaramót félagsliða er farið af stað í Bandaríkjunum með nýju sniði. Áhorfendatölur á völlunum hefur verið umræðuefni, en það hefur gengið mis vel að selja á leiki.

Sport
Fréttamynd

Marka­laus en öruggur opnunarleikur í Miami

Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Heims­meistara­mót fé­lags­liða hefur okkur að fé­þúfu“

Leikmenn Seattle Sounders í Bandaríkjunum segja MLS deildina hafa sig að féþúfu á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram síðar í mánuðinum. Í upphitun liðsins fyrir leik í gær klæddust leikmenn treyjum til mótmæla, þar sem farið var fram á þeir fengju stærri hlut af verðlaunafénu.

Fótbolti
Fréttamynd

Alon­so tekur við Real fyrir HM fé­lags­liða

Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fá ekki að taka þátt á HM fé­lags­liða

Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Fótbolti
Fréttamynd

Trump fékk gull­lykil og sagði tolla­stríðið auka spennu fyrir HM

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi.

Fótbolti