Dúxar
Metfjöldi með doktorspróf úr HR
Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi.
Stærsta brautskráning í sögu skólans
Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær.
„Fallegur dagur“ fyrir útskrift
Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut.
Tíundi hver með ágætiseinkunn í MR
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn.
Átta nemendur með ágætiseinkunn
139 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn en Yi Ou Li hlaut titilinn dúx.
Dúxinn greip í saxófóninn
Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina.
Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar
Alls útskrifuðust 332 nemendur frá Verzlunarskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Dúx skólans var Inga Júlíana Jónsdóttir. Nýstúdentar njóta þessa dagana lífsins í útskriftarferð á Krít.
Erfiðast að læra íslenskuna
Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku.
Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt
Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut.
Dúxinn fjarri góðu gamni
Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd.
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ
Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.
Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin
Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum.
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“
Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið.
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla
Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig.
Snædís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu
Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.
Dúxaði í draumanáminu í Slóvakíu
Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina.
Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima
Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna.
Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms
Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi.
Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi
Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.
Innflytjandi og tveggja barna móðir treysti ekki sjálfri sér en dúxaði
Jolanta Paceviciene, tveggja barna móðir og innflytjandi frá Litháen, dúxaði á stuðningsfulltrúabraut Borgarholtsskóla með 9,75 í meðaleinkunn. Í upphafi ætlaði hún varla að treysta sér í námið vegna íslenskunnar.
Fékk 10 í meðaleinkunn í MH: „Ég reyndi bara alltaf að gera mitt besta“
Tómas Böðvarsson, nýsleginn stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, hlaut í gær hreina tíu í meðaleinkunn, fyrstur allra í sögu skólans. Hann vissi ekkert um afrekið fyrr en á útskriftarathöfninni í gær.
Sú fyrsta sem fær tíu í einkunn fyrir meistaravörn
Guðrún Sólveig Sigríðardóttir Pöpperl, laganemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær 10 í einkunn fyrir vörn á meistararitgerð sinni í greininni. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsta einkunn er gefin fyrir meistararitgerð við deildina.
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi.
Íris dúxaði og sópaði til sín verðlaunum
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.
Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn
Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan.
Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor.
Útskrifast með tíu í meðaleinkunn
Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.
Dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga: „Skipulagið númer eitt, tvö og þrjú“
Guðrún Júlíana Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga með frábærum árangri. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi auk viðurkenninga fyrir ágætiseinkunn í dönsku, íslensku, spænsku, félagsgreinum, lýðheilsu og stærðfræði.
Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus
Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson.
Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið í lögfræðinni
Guðrún Sólveig Pöpperl gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á BA-prófi í lögfræði sögu Háskóla Íslands.