Hvalveiðar

Telja veiðileyfi Hvals hafa verið útrunnið árið 2018
Jarðarvinir telja að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði hafi verið útrunnið þar sem fyrirtækið lagði niður veiðar á löngum kafla.

Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum
Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023.

Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval
Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum.

Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi
Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum.

Hvalir gegn loftslagsbreytingum!
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Sjálfstæðismaður hefur samþykkt veiðar á langreyðum og hrefnum til og með ársins 2023.

Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum
Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum.

Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag.

Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi.

Vöknum
Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður.

Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað.

Bað um og fékk breytingar á reglugerð
Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

SAF ósátt við hvalveiðar
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) lýsir í ályktun yfir vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Viðurkennir að deila megi um túlkanir í hvalveiðiskýrslu
Hagfræðistofnun svarar gagnrýni á skýrslu um hvalveiðar. Forstöðumaður hennar telur engar stórar villur að finna í henni.

Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar
Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun.

Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði.

Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd
Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi.

Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987
Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra.

Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023.

Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana
Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni.

Ættum við að veiða hvali?
Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær.

Datt rektor HÍ á höfuðið; á að hundraðfalda dráp langreyða?
Nýlega sendi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um "Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“.

Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar
Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum.

Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna
Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna.

Hryðjuverkaógn ekki það mikil að hætta beri hvalveiðum
Íslandi stendur ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar, segir í nýrri skýrslu um hvalveiðar Íslendinga. Hún sé þó ekki það mikil að hætta beri hvalveiðum.


Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið
Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega.

Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands: „Illa rökstudd áróðursskýrsla“
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands er verulega gagnrýnin á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar.

Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu
Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Ég er hryðjuverkamaður
Ég er reið, ég er svo reið að ég get ekki lesið skýrsluna sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands beyglaði saman án þess að fá grátkast af bræði.