Hvalveiðar Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Innlent 29.2.2016 17:58 Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Viðskipti innlent 25.2.2016 08:24 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Innlent 27.10.2014 22:05 Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Innlent 15.4.2007 14:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hvalveiðar Mikilvægur áfangi náðist þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný á síðasta ári, segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmáls sem samþykkt var í dag. Innlent 14.4.2007 15:24 Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað. Innlent 5.1.2007 16:24 Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands. Innlent 11.12.2006 13:19 Tæplega helmingur telur veiðar hafa neikvæða áhrif á ferðaþjónstu Tæplega helmingur þjóðarinnar telur að hvalveiðar í atvinnuskyni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir dýraverndunarsamtökin International Fund for Animal Welfare. Innlent 5.12.2006 09:51 Íslendingar veiða minnst af hval innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins Íslendingar eru atkvæðaminnstir í hvalveiðum af þeim þjóðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins sem á annað borð stunda hvalveiðar. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Innlent 7.11.2006 15:42 Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár. Innlent 6.11.2006 14:46 Hrefnuveiðimenn halda sínu striki Hrefnuveiðimenn ætla að halda sínu striki þótt Hvalur 9 sé hættur veiðum og skilji tvö dýr eftir af kvótanum. Innlent 3.11.2006 12:08 Segir að stórlega hafi dregið úr pöntunum Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að fjórðung síðan hvalveiðar hófust. Innlent 2.11.2006 12:05 Vestnorræna ráðið styður hvalveiðar Íslendinga Vestnorræna ráðið styður þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja atvinnuveiðar á hval á ný og bendir á að aðildarlönd þess eigi rétt á nýta náttúrauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Innlent 2.11.2006 10:38 Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59 Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það. Innlent 31.10.2006 12:55 Skora á Sturlu að beita sér fyrir því að hvalveiðar verði stöðvaðar Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar og málið tekið upp að nýju innan ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum í dag. Innlent 26.10.2006 14:24 Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw. Innlent 26.10.2006 13:57 Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til. Innlent 25.10.2006 13:22 Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar. Innlent 25.10.2006 11:55 Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. Innlent 24.10.2006 15:20 Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land. Innlent 24.10.2006 10:56 Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Innlent 23.10.2006 14:27 Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Innlent 23.10.2006 11:56 ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. Innlent 20.10.2006 13:17 Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Innlent 20.10.2006 12:34 Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. Erlent 20.10.2006 09:50 Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. Innlent 19.10.2006 16:25 Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. Innlent 19.10.2006 15:48 Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. Innlent 19.10.2006 14:02 Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Erlent 18.10.2006 12:18 « ‹ 16 17 18 19 20 ›
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. Innlent 29.2.2016 17:58
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Viðskipti innlent 25.2.2016 08:24
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Innlent 27.10.2014 22:05
Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Innlent 15.4.2007 14:45
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hvalveiðar Mikilvægur áfangi náðist þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný á síðasta ári, segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmáls sem samþykkt var í dag. Innlent 14.4.2007 15:24
Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað. Innlent 5.1.2007 16:24
Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands. Innlent 11.12.2006 13:19
Tæplega helmingur telur veiðar hafa neikvæða áhrif á ferðaþjónstu Tæplega helmingur þjóðarinnar telur að hvalveiðar í atvinnuskyni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir dýraverndunarsamtökin International Fund for Animal Welfare. Innlent 5.12.2006 09:51
Íslendingar veiða minnst af hval innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins Íslendingar eru atkvæðaminnstir í hvalveiðum af þeim þjóðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins sem á annað borð stunda hvalveiðar. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Innlent 7.11.2006 15:42
Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár. Innlent 6.11.2006 14:46
Hrefnuveiðimenn halda sínu striki Hrefnuveiðimenn ætla að halda sínu striki þótt Hvalur 9 sé hættur veiðum og skilji tvö dýr eftir af kvótanum. Innlent 3.11.2006 12:08
Segir að stórlega hafi dregið úr pöntunum Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að fjórðung síðan hvalveiðar hófust. Innlent 2.11.2006 12:05
Vestnorræna ráðið styður hvalveiðar Íslendinga Vestnorræna ráðið styður þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja atvinnuveiðar á hval á ný og bendir á að aðildarlönd þess eigi rétt á nýta náttúrauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Innlent 2.11.2006 10:38
Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59
Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það. Innlent 31.10.2006 12:55
Skora á Sturlu að beita sér fyrir því að hvalveiðar verði stöðvaðar Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar og málið tekið upp að nýju innan ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum í dag. Innlent 26.10.2006 14:24
Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw. Innlent 26.10.2006 13:57
Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til. Innlent 25.10.2006 13:22
Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar. Innlent 25.10.2006 11:55
Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. Innlent 24.10.2006 15:20
Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land. Innlent 24.10.2006 10:56
Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Innlent 23.10.2006 14:27
Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Innlent 23.10.2006 11:56
ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. Innlent 20.10.2006 13:17
Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Innlent 20.10.2006 12:34
Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. Erlent 20.10.2006 09:50
Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. Innlent 19.10.2006 16:25
Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. Innlent 19.10.2006 15:48
Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. Innlent 19.10.2006 14:02
Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Erlent 18.10.2006 12:18