Samgöngur

Fréttamynd

„Við munum lenda í vand­ræðum á eftir“

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarfæri á vegum um allt land

Kuldi og úrkoma síðustu daga veldur því að víða er hálka á vegum um landið. Ökumenn þurfa því að gæta vel að aðstæðum þar sem hálkublettir og snjóþekja eru á vegum í öllum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu

Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu

„Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Suður­standar­vegur lokaður fram yfir helgi

Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar

Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdir vegir

Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Morgunfundur um blæðingar

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um svokallaðar blæðingar sem orðið geta í vegklæðingu og malbiki. Fundurinn hefst klukkan níu og verður sýndur í beinu streymi, sem nálgast má neðar í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum

Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að opna gamla Suður­strandar­veg að fullu vegna grjót­hruns­hættu

Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni.

Innlent
Fréttamynd

„Gengur ekki að spila svona með mannslíf”

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi

Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Um nýjan veg í Mýr­dal og frum­hlaup fjar­vitrings

Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu.

Skoðun
Fréttamynd

„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“

Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ferjan Baldur vélar­vana nærri Stykkis­hólmi

Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Og fjallið það öskrar

Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs.

Innlent
Fréttamynd

Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými?

Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum.

Skoðun