
FIFA

FIFA aflýsir HM yngri landsliða á næsta ári
FIFA hefur aflýst HM U20 og U17 landsliða sem áttu að fara fram á árinu 2021.

Bronze fyrst Breta til að vera kosin best
Lucy Bronze var í gær valin leikmaður ársins 2020 í kosningu Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Er hún fyrst Breta til að vinna slík verðlaun, sama hvort um er að ræða í karla- eða kvennaflokki.

Finnst skrítið að hún hafi verið valin í lið ársins
Margir furðuðu sig á því að Megan Rapinoe hafi verið valin í lið ársins á verðlaunahátíð FIFA, meðal annars hún sjálf.

Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur
Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær.

Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann.

Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi
Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.

Samherji Söru besti markvörðurinn en Lucy Bronze sú besta
Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.

Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA
Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin.

Ísland endar árið í 46. sæti FIFA-listans | Belgía á toppnum
FIFA birti í dag uppfærðan heimslista, þann síðasta fyrir árið 2020. Ísland er í 46. sæti, Belgía endar þriðja árið í röð á toppi listans og Ungverjaland er sú þjóð sem stökk hvað hæst upp listann á árinu 2020.

Dæmdur í ævilangt bann frá fótbolta
Þvingaði landsliðskonur til þess að hafa við sig kynmök.

FIFA gæti sett félögin í bann fái fótboltakonur ekki sitt fæðingarorlof
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, er að setja saman reglugerð sem mun tryggja það að atvinnumenn í fótbolta fái sitt fæðingarorlof. Þetta er risaskref fyrir fótboltann.

Ellert B. Schram kynntist sjálfur spillingu og mútum í forsetakosningum hjá FIFA
Ellert B. Schram segir frá þátttöku sinni í kosningabaráttu fyrir forseta FIFA árið 1998 en þær kosningar áttu á endanum eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna því þar komst Sepp Blatter til valda.

FIFA ekkert heyrt frá Barcelona
Alþjóða knattspyrnusambandið segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu. Fráfarandi forseti spænska liðsins sagði að félagið væri tilbúið að taka þátt í slíkri deild þegar hún yrði stofnuð.

Forseti FIFA með kórónuveiruna
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins [FIFA] greindist í dag með kórónuveruna. FIFA greindi frá þessu í fréttatilkynningu sem sambandið gaf út í dag.

FIFA 21: Þetta er alltaf gaman þótt gott geti orðið betra
FIFA 21 er kominn. Hann var spilaður og svo var rýnt í spilunina.

Ræða um að greiða milljarða til að láta FIFA-sakir hverfa
Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA).

Forseti FIFA gerði ekkert rangt segir siðanefnd sambandsins
Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir að forseti sambandsins geti áfram leitt sambandið þar sem hann sé með hreina samvisku.

Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss
Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss.

Mega spila fyrir þrjú lið á sama tímabili
Knattspyrnumenn mega skipta tvisvar um félag og spila fyrir alls þrjú lið á einni leiktíð eftir að FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ákvað að breyta tímabundið reglum um þessi mál.

Wenger vill hætta með janúargluggann
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar.

„Þetta snýst ekki um peninga heldur um líf og dauða“
Yfirlæknir FIFA, Michel D’Hooghe, segir að fótboltinn ætti í fyrsta lagi að snúa aftur í lok ágúst eða í byrjun september vegna kórónuveirunnar. Hann segir ekkert vit í því að fara byrja spila bráðlega.

Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim
Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA.

Vilja leyfa fimm skiptingar
Líklegt er að skiptingum í fótbolta verði fjölgað tímabundið til að hjálpa liðum og leikmönnum að takast á við mikið leikjaálag.

FIFA leyfði KSÍ að loka glugganum
Félagaskiptaglugganum í íslenskum fótbolta hefur verið lokað en hann verður opnaður að nýju þegar það skýrist betur hvenær mótahald getur hafist í sumar.

Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt
Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt.

'97-módelin fá að spila á Ólympíuleikunum
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að hækka aldurstakmarkið fyrir keppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Tveimur HM-lokakeppnum yngri landsliða hefur verið frestað.

Marshall-áætlun FIFA í bígerð
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins.

Mourinho, Pochettino og Ellis kynna „taktíkina“ gegn kórónuveirunni
Arsene Wenger, Mauricio Pochettino, Jose Mourinho og Jill Ellis eru á meðal þeirra sem eru í kynningarmyndbandi FIFA hvernig eigi að koma í veg fyrir kórónuveiruna.

Umspilsleikurinn hjá Íslandi í hættu eftir tilkynningu FIFA
Meiri líkur en minni eru nú á því að leik Ísland sog Rúmeníu verði frestað vegna kórónuveirunnar en leikurinn á að vera spilaður á Laugardalsvelli þann 26. mars.

FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini.