
Fréttir

Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga
Stjórnvöld á Spáni hafa í hyggju að leggja allt að 100 prósent skatt á íbúðir keyptar af einstaklingum og fyrirtækjum utan Evrópusambandsins.

Ragnheiður Torfadóttir er látin
Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001.

Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð.

Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu.

Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk
Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum.

Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint
Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum
Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í gærkvöldi eða nótt, þar sem tveir menn réðust á mann sem var í göngutúr. Hótuðu þeir manninum með vopnum en létu sig svo hverfa.

Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum
Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum.

Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar
Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja.

Að minnsta kosti 24 látnir
Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir.

Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“
Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór.

Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram.

Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku
Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ.

Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð
Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag.

Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur.

Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi
Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti.

Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit
Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræja af dauðum fuglum í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir af sömu veiru en óttast er að þeir verði fleiri. Við sjáum myndir af fuglunum og fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi
Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra.

Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni
Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin.

Með eitt og hálft kíló falið innvortis
Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka
Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu.

Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles
Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum.

Landsfundi ekki frestað
Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30.

Hlaup hafið úr Grímsvötnum
Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum.

Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristal-metamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.

Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið sem aðstoðarmenn sína Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing.

Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula
„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Deilan í algjörum hnút
Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara.

Rúntað um borgina í leit að holum
Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi.

Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku.