Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 25.3.2025 10:00
„Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Eftir að hafa tapað illa með Ungverjum gegn Tyrkjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar ákvað Liverpool-stjarnan Dominik Szoboszlai samt að skjóta á hinn tvítuga Arda Güler sem nú segir Szoboszlai algjöran brandara. Fótbolti 25.3.2025 08:31
Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Fótbolti 25.3.2025 08:02
Evans farinn frá Njarðvík Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða. Körfubolti 24.3.2025 20:31
Aldís með níu mörk í naumum sigri Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 24.3.2025 20:31
Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag. Íslenski boltinn 24.3.2025 20:19
Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. Fótbolti 24.3.2025 18:31
„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. Enski boltinn 24.3.2025 18:03
Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Staðan á liði Miami Heat er til umræðu í Lögmáli leiksins sem er á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 24.3.2025 17:17
Kristín bætti bronsi í safnið á Malaga Kraftlyftingakonan og dýralæknirinn Kristín Þórhallsdóttir bætti enn við stórmótsverðlaunum í safn sitt þegar hún hlaut brons í hnébeygju á EM í Malaga á Spáni. Sport 24.3.2025 16:31
Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Fótbolti 24.3.2025 15:45
Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Crystal Palace hefur fengið frábærar fréttir því framherjinn Jean-Philippe Mateta verður með í bikarleiknum við Fulham á laugardag, þrátt fyrir fólskulega sparkið sem hann fékk í andlitið í leik við Millwall 1. mars. Enski boltinn 24.3.2025 15:00
Tiger og Trump staðfesta sambandið Tiger Woods hefur staðfest að hann sé í sambandi með fyrrum tengdadóttur Donalds Trump, Vanessu. Golf 24.3.2025 14:17
LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. Íslenski boltinn 24.3.2025 13:30
Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho hefur verið á láni hjá Chelsea frá Man. Utd í vetur og það mun kosta sitt ef félagið sleppir því að kaupa hann í sumar. Enski boltinn 24.3.2025 12:46
Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Strákarnir í 4. flokki Selfoss í fótbolta tóku sig til og söfnuðu peningum til styrktar jafnaldra sínum í HK, Tómasi Frey Guðjónssyni, sem glímir við krabbamein. Íslenski boltinn 24.3.2025 12:01
Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Fótbolti 24.3.2025 11:30
„Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, á von á erfiðu tímabili hjá ÍBV, nýliðunum í Bestu deild karla, og telur líklegt að þeir falli strax aftur niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 24.3.2025 11:02
Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Fótbolti 24.3.2025 10:31
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 24.3.2025 10:00
„Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Skautafélag Reykjavíkur sakar Fjölni um að „kæra sig inn í úrslit“ Topp-deildar karla í íshokkí og ætlar að svara fyrir með því að kæra úrslit leikja hjá Fjölnismönnum sem „kasti steinum úr glerhúsi“. Sport 24.3.2025 09:37
Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Reynslumikill körfuboltaþjálfari í New York hefur verið rekinn eftir að hann greip utan um tagl stelpu sem hann þjálfaði og kippti í hárið. Þetta gerði hann þegar leikmaðurinn var grátandi eftir naumt tap, eins og sjá má á myndbandi. Körfubolti 24.3.2025 09:01
Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld. Fótbolti 24.3.2025 08:31
Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrir landsleikjahlé var Thiago Motta vikið frá störfum í gær eftir aðeins níu mánuði sem þjálfari Juventus á Ítalíu. Igor Tudor tekur við af honum og stýrir liðinu út tímabilið. Fótbolti 24.3.2025 08:01