Fótbolti

Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu

Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

Fótbolti

Lukaku með risatilboð frá Sádí-Arabíu

Framtíð Romelu Lukaku virðist vera algjörlega óráðin. Lukaku lék með Inter í vetur þar sem hann var á láni. Hann er ennþá leikmaður Chelsea en hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og þá helst hjá Inter. 

Fótbolti

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Fótbolti

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Fótbolti

Stjórnendur PSG æfir en Mbappé segir þá ekki eiga að vera hissa

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur staðfest við frönsku fréttaveituna AFP að hann muni ekki framlengja samning sinn við PSG. Hann segist raunar hafa gert félaginu grein fyrir því fyrir tæpu ári síðan. Frétt um að hann vilji fara til Real Madrid í sumar er hins vegar röng, að sögn Mbappé.

Fótbolti

Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum

Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár.

Fótbolti

Sjeikinn sagður eignast Man. Utd

Samkvæmt fréttum frá Katar hafa núverandi eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United samþykkt tilboð sjeiksins Jassim bin Hamad al-Thani. Samkvæmt því verður enska félagið brátt alfarið í eigu katarska sjeiksins.

Enski boltinn

Vinícius fetar í fót­spor Ron­aldo

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd.

Fótbolti

„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“

Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn