Lífið

Ís­lenskur veitinga­staður slær í gegn í Dan­mörku

Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. 

Lífið

Ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi.

Menning

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist

For­setinn í alls konar stellingum á Nesinu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum.

Lífið

Snjallar, ein­faldar og töff hug­myndir fyrir veisluborðin

Nú er veislu tímabilið framundan með útskriftum og skemmtilegum veislum. Æistakonan Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og fjölmiðlakonan Sjöfn Þórðardóttir sýndu Völu Matt í Íslandi í dag hugmyndir fyrir veisluborð, þar sem er margt forvitnilegt og skemmtilegt að sjá.

Lífið

„Heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar“

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið.

Lífið

Bjark­ey stal senunni á fyrsta ríkis­stjórnar­fundi Bjarna

Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins.

Lífið

„Dísa er fyndnasta manneskja sem ég þekki“

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sendi unnustu sinni, listakonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, hjartnæma afmæliskveðju á Instagram. Hann segir sérhvert ástarlag hans samið um hana og vonist til að ófædd dóttir þeirra líkist móður sinni sem mest.

Lífið

Lést korn­ungur og ótryggður frá fjöl­skyldunni

Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 

Lífið

„Farið hefur fé betra“

Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð.

Lífið

Katrín Jakobs­dóttir sýndi töfra­bragð

„Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Lífið

Jóhanna Helga og Geir eiga von á dreng

Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eiga von sínu öðru barni í september. Parið tilkynnti á Instagram að von væri á dreng. Fyrir eiga þau eina stúlku, Tinnu Maríu sem er fjögurra ára.

Lífið

Eftir­lætis pönnu­kökur Önnu Ei­ríks

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi uppskrift að einfaldri og meinhollri pönnukökuuppskrift með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin inniheldur engan sykur og er í miklu eftirlæti hjá Önnu og fjölskyldu. 

Lífið

Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME.

Lífið

Munnskolið mikil­vægt í förðunarstarfinu

Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun

Hver á hvaða kálfa á Tenerife?

Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum.

Lífið

Inn­lit í Minkinn

Í síðasta þætti af 0 upp í 100 leit Magnea Björg á lítið hjólhýsi sem kallast Mink Camper og er íslenskt hugvit og er kallað Minkurinn á íslensku.

Lífið