Katsav kom ekki til þings 17. október 2006 06:00 Milli forsætisráðherrans og eiginkonu sinnar Moshe Katsav, forseti Ísraels, tók á sunnudaginn þátt í opinberri athöfn, sem haldin var í tilefni þess að hornsteinn var lagður að fornleifafræðibyggingu í Jerúsalem. Hann situr þarna á milli Ehuds Olmert forsætisráðherra og eiginkonu sinnar, Gilu. MYND/AP Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans. Erlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans.
Erlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira