Katsav kom ekki til þings 17. október 2006 06:00 Milli forsætisráðherrans og eiginkonu sinnar Moshe Katsav, forseti Ísraels, tók á sunnudaginn þátt í opinberri athöfn, sem haldin var í tilefni þess að hornsteinn var lagður að fornleifafræðibyggingu í Jerúsalem. Hann situr þarna á milli Ehuds Olmert forsætisráðherra og eiginkonu sinnar, Gilu. MYND/AP Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans. Erlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans.
Erlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira