Katsav kom ekki til þings 17. október 2006 06:00 Milli forsætisráðherrans og eiginkonu sinnar Moshe Katsav, forseti Ísraels, tók á sunnudaginn þátt í opinberri athöfn, sem haldin var í tilefni þess að hornsteinn var lagður að fornleifafræðibyggingu í Jerúsalem. Hann situr þarna á milli Ehuds Olmert forsætisráðherra og eiginkonu sinnar, Gilu. MYND/AP Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans. Erlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans.
Erlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira