Skoðun

Allir þekktu fyrirvarann

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Af hverju tala sumir þannig að við verðum að samþykkja Icesavelögin vegna þess að fyrirsvarsmenn þjóðarinnar hafi gefið Bretum og Hollendingum vilyrði fyrir því að við myndum greiða, meðal annars með því að gera þrívegis við þá samninga um það efni? Þetta er rökleysa.

Andstæðingar okkar í málinu hafa allan tímann vitað að þessi vilyrði og samningstextar voru háð fyrirvara um að lagaheimild fengist hér innanlands fyrir þessu.

Þeir gátu því ekki gert ráð fyrir að kröfur þeirra kæmust í höfn, þó að íslenskir fulltrúar skrifuðu undir samninga.

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Sjá meira


×