Réttar upplýsingar og réttindi barna Páll Valur Björnsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun