Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur Sigrún Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun