Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2016 09:00 Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun