UKIP lofar búrkubanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 10:04 Paul Nuttal, leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UKIP, situr fyrir aftan fyrrverandi leiðtogann, Nigel Farage, á Evrópuþinginu í Strasbourg í byrjun apríl. Vísir/Getty Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag. Erlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag.
Erlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira