Það voru hinsvegar tilþrif Drew Stanton fyrir leikinn sem vöktu mesta athygli á samfélagsmiðlum.
Drew Stanton tapaði veðmáli og var sendur út í upphitun í Ofurkonubúningi. Hann hljóp því um Twickenham völlinn í London eins og inn eina sanna Supergirl en leikur Arizona Cardinals og Los Angeles Rams var einn af leikjunum sem fara fram í höfuðborg Englands á þessu tímabili.
NFL-deildin hikaði ekki við að setja mynd af Ofurkonuhlaupi Drew Stanton inn á Twitter-síðu sína.
Drew Stanton lost the Cards QB challenge at practice.. pic.twitter.com/6A373tlTeb
— '03 Kliff Kingsbury (@fearthe_beard11) October 22, 2017
When you lose the @AZCardinals QB competition… #AZvsLAR#NFLUKpic.twitter.com/6LMGH7XkRt
— NFL (@NFL) October 22, 2017
Það skipti litli máli hvor þeirra stýrði liðinu því ekkert gekk upp í sóknarleiknum og Los Angeles Rams vann á endanum 33-0.
Kannski var einbeitingin ekki alveg nógu mikil í liðinu fyrir leikinn ef það var tími fyrir fíflagang eins og þessa óvæntu tískusýningu fyrir leik.