Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 19:39 Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira